Kvikmyndir eru samvinnuverkefni Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. nóvember 2016 10:00 Jóhann Jóhannsson hefur meðal annars tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlotið Golden Globe-verðlaunin eftirsóttu. Mynd/Jónatan Grétarsson Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna. Um þessar mundir er hann með mörg járn í eldinum en hann er að vinna tónlist fyrir nýjustu Blade Runner-myndina og ónefnda Aronofsky-mynd. Hvernig er vinnuferlið bak við tónlist í kvikmyndir? Horfirðu á myndina og semur svo eða byrjar þetta strax í tökum? „Tónlistin hefur spilað stóra rullu í þessum myndum sem við Denis [Villeneuve] höfum gert saman. Partur af því er það að Denis er mjög klár leikstjóri sem hefur mikla ástríðu fyrir og skilur mikilvægi hljóðs og tónlistar í kvikmyndum og því að tengja það saman á áhrifaríkan hátt. Við höfum svipaðar hugmyndir þegar kemur að því. Ég er á móti því að það sé of mikil tónlist í kvikmyndum – eins og margar myndir sem eru með tónlist frá byrjun til enda. Tónlistin á að þjóna tilgangi, vera svolítið „statement“ þegar hún er notuð. Vera hluti myndarinnar og notuð á sterkan og áhrifaríkan hátt. Þar er alveg eins með hvaða listgrein sem er – þú verður að nota efnið sem þú ert með á réttan hátt og í réttum hlutföllum. Við vinnum þannig að hann fær mig mjög snemma inn í framleiðsluferlið. Þannig að ég fæ að vita hvað er að gerast og við tölum saman um hvaða andrúmsloft hann er að reyna að búa til. Hann talar ekki tungumál tónlistarinnar en við tölum saman með stikkorðum og hann gefur mér lykilorð sem ég túlka.Gefur og tekur innblástur Við höfum talað lengi um Arrival og Denis hefur lengi langað að gera þessa mynd. Hann sagði mér frá grunnhugmyndinni og mér fannst hún mjög spennandi. Mig hefur lengi langað til að gera sci-fi mynd. Síðan þegar ég fékk handritið í hendurnar og las líka smásöguna sem myndin er byggð á var ég mjög heillaður, sérstaklega þessar hugmyndir sem myndin fjallar eru mjög sterkar og frumlegar. Þannig að það er mjög spennandi. Í Arrival var þetta allt öðruvísi en til dæmis Sicario – í Sicario fór ég á tökustað og var svolítið með þeim þar í eyðimörkinni og þessu ótrúlega landslagi sem er á þessu svæði [Nýja-Mexíkó]. En í Arrival töluðum við voða lítið um tónlistina – hann gaf mér fullkomið frelsi til að búa til og gera þær tilraunir sem þessar hugmyndir kveiktu hjá mér. Það voru svo þessar hugmyndir bæði um tíma og tungumál – hvernig sagan í myndinni fjallar um tungumálið og samskipti og hvernig við upplifum veröldina og alheiminn í gegnum tungumálið. Hvort það sé hægt að breyta upplifun okkar á umheiminum með því að læra nýtt tungumál, með því að endurvíra hausinn með því að læra svona „alien“ tungumál. En ég vil ekki segja allt of mikið og eyðileggja myndina. Síðan skoðaði ég líka slatta af konseptum sem „production designerinn“ setti fram, þar á meðal ritformið sem geimverurnar nota og það gaf mér líka mikinn innblástur. Bæði hugmyndir í handritinu og þessar hugmyndir um lúkkið á myndinni og þessu ritformi sem geimverurnar nota – og ég byrja að semja tónlistina í raun í sömu viku og þeir byrja að skjóta. Þegar hann var búinn að skjóta í svona 10 daga þá sendi ég þeim hugmyndir og eina þeirra greip hann strax á lofti og hafði samband um leið og bað mig að senda sér fimm mínútna hugmynd sem varð að einu lykilþema myndarinnar – það er til að mynda spilað þegar aðalkarakterinn sér geimverurnar í fyrsta skiptið. Denis var að hlusta á þetta þegar hann skaut það. Síðan þegar eftirvinnslan byrjar þá fer af stað svolítið „back and forth“. Ég treysti þeim [sem sjá um eftirvinnslu] mjög vel, þeir eru næmir á tónlist þannig að þeir taka hugmyndir frá mér og klippa við þær og jafnvel klippa þeir stefið allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér það og þannig að þetta er svona „back and forth“ – organískt samstarf. Oft innblása þemu og hugmyndir frá mér klippihugmyndir hjá þeim og öfugt. Þeir nota ekki tónlist frá öðrum til að klippa, það er almenna reglan en við höfum ekki alveg getað haldið því.Meðvitaður um kvikmyndasögunaVinnurðu tónlistina í til dæmis vísindaskáldskap eins og Arrival og Blade Runner öðruvísi en í drama og spennu eins og Sicario? Maður er svolítið meðvitaður um kvikmyndasöguna, ég er algjör kvikmyndaaðdáandi og því er maður meðvitaður um hvað eru klisjur í sci-fi myndum og spennumyndum. Denis hvetur mig og gefur mér tækifæri til að gera tilraunir og prófa að gera hluti sem eru óvenjulegir og er óhræddur við að láta vaða með sterkar en óvenjulegar hugmyndir sem eru samt aðgengilegar. Við erum auðvitað ekki að gera avant-garde myndir – þetta eru „mainstream“ myndir – hann hefur samt bakgrunn í „arthouse“ og ég minn bakgrunn í alls konar tilraunatónlist þannig að það kemur fram í þessu ferli okkar. Ein fyrsta ákvörðun mín var að nota raddir vegna þess að þetta [Arrival] er mynd sem fjallar um tungumál, þá er augljóst að raddir og kórar spila rullu. En mig langar ekki að vinna með eitthvað eins og í 2001 [A Space Oddyssey] þar sem er notuð kórtónlist, mjög flott og áhrifarík tónlist sem ungverska tónskáldið György Ligeti samdi. Það hefur síðan verið kóperað mjög oft og er orðin hálfgerð klisja að mörgu leyti – þannig að ég var meðvitaður um að nota kórinn á hátt sem ég hafði ekki heyrt notaðan í bíómynd áður. Ég nota aðferðir og raddpælingar, liti og áferð sem maður hefur ekki heyrt í kvikmyndatónlist áður – ég var undir miklum áhrifum frá Stimmung eftir Karlheinz Stockhausen sem er fyrir sex raddir og notar mikið yfirtónasöng. Það er mjög óvenjuleg og áhrifamikil söngtækni sem kórinn sem ég vann með, Theatre of Voices, sérhæfir sig í, svona framúrstefnulegur söngur. En síðan vann ég líka með öðrum sem voru úr allt annarri átt og blandaði þessu öllu saman.Sólótónlistin autt blaðNýjasta sólóplatan Orphée – er þetta öðruvísi tónlist en kvikmyndatónlistin, ertu að fá útrás fyrir annars konar hluti þar? Fyrir mér er þetta allt tengt – ég fer í kvikmyndatónlistina út frá sólóplötunum, fyrstu stóru verkefnin komu frá fólki sem hafði heyrt Englabörn, 1401 og Fordlandia. Það var sólótónlistin mín sem kveikti í Denis þegar hann ákvað að fá mig til að semja tónlistina fyrir Prisoners. Það var fyrsta stóra verkefnið sem ég fékk og þá var það eitt stykki sem kveikti aðallega í honum og réð úrslitum um að hann fékk mig í þetta verkefni, þannig að ég lít á þetta allt sem eitt heildarverk, sólótónlistina og kvikmyndatónlistina. Þetta eru samt auðvitað mjög ólíkar aðferðir – það er í rauninni þessi grunnvinna að semja tónlistina og fá hugmyndirnar og svona þessi prósess, þessi grunnsköpunarþáttur er alltaf sá sami, hvort sem það er sólóplata eða kvikmyndatónlist. En úrvinnslan úr efninu er öðruvísi – þegar það er sólóplata þá ertu í rauninni með tabula rasa – eitt autt blað sem þú þarft að fylla upp í. Það þarf að búa til eigin umgjörð um tónlistina – mér finnst gaman að búa til umgjörð um tónlistina mína, þær [sólóplöturnar] hafa oft narratív og konsept sem umgjörð. En þegar maður gerir kvikmyndatónlist er þessi rammi auðvitað þegar til. Síðast en ekki síst er kvikmyndin samvinnulistform. Þetta er listform sem sameinar margar listgreinar og þú sem tónskáld ert meðlimur í þessu teymi sem býr til myndina. Denis er mjög góður í því að velja gott fólk sem getur unnið vel saman og hefur góðan sans fyrir því og hann vinnur voða mikið með sama fólkinu.Finnur fyrir mikilli ábyrgð Núna erum við að byrja á Blade Runner sem er þriðja myndin sem við vinnum saman þrír: Denis, klipparinn Joe Walker og ég. Fólkið sem ég vinn mest með er leikstjórinn og klipparinn þannig að helsti munurinn er að þú ert meðlimur í teymi sem er að búa til kvikmyndaverk á meðan þú ert að gera sólóplötu þá er það eigin verkefni. Ég nota reyndar mjög mikið alls konar samstarfsmenn en það eru öðruvísi áherslur, þetta er mín grunnhugmynd og ramminn og umgjörðin eru upprunnin frá mér.Talandi um Blade Runner, er ekkert stressandi að fyrri myndin sé svona rómuð fyrir tónlistina? Ég held að allir séu mjög meðvitaðir um þennan íkoníska status. Það finna allir fyrir mjög mikilli ábyrgð og sérstaklega fólk eins og við Denis, og meira og minna allir [sem koma að Blade Runner] eru rosalegir aðdáendur. Ég sá hana þegar hún var sýnd í Austurbæjarbíó en hún hafði mjög mikil áhrif og ég var mjög mikill aðdáandi – var búinn að lesa bókina sem handritið var byggt á og hef síðan fylgst með þessum útgáfum sem Ridley Scott hefur verið að dunda sér við að gera síðan. Hann breytti henni rosalega mikið frá þessari útgáfu sem kom í bíó upphaflega og gekk mjög illa en fékk með tímanum þennan mikla költ-status. Hljóðrásin er náttúrulega stór þáttur í að búa til þetta sterka andrúmsloft í myndinni og Vangelis er náttúrulega einn af þeim sem höfðu mikil áhrif á mig, sérstaklega á einu tímabili. Það er margt þarna sem er spennandi að fást við og á sama tíma dálítið eins og verið sé að fá mig í rosalega mikilvægt verkefni sem má ekki klúðra. Þetta er samt auðvitað framhald en ekki endurgerð og það hefur ýmislegt breyst og það er mikilvægt að hafa það í huga. Golden Globes Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna. Um þessar mundir er hann með mörg járn í eldinum en hann er að vinna tónlist fyrir nýjustu Blade Runner-myndina og ónefnda Aronofsky-mynd. Hvernig er vinnuferlið bak við tónlist í kvikmyndir? Horfirðu á myndina og semur svo eða byrjar þetta strax í tökum? „Tónlistin hefur spilað stóra rullu í þessum myndum sem við Denis [Villeneuve] höfum gert saman. Partur af því er það að Denis er mjög klár leikstjóri sem hefur mikla ástríðu fyrir og skilur mikilvægi hljóðs og tónlistar í kvikmyndum og því að tengja það saman á áhrifaríkan hátt. Við höfum svipaðar hugmyndir þegar kemur að því. Ég er á móti því að það sé of mikil tónlist í kvikmyndum – eins og margar myndir sem eru með tónlist frá byrjun til enda. Tónlistin á að þjóna tilgangi, vera svolítið „statement“ þegar hún er notuð. Vera hluti myndarinnar og notuð á sterkan og áhrifaríkan hátt. Þar er alveg eins með hvaða listgrein sem er – þú verður að nota efnið sem þú ert með á réttan hátt og í réttum hlutföllum. Við vinnum þannig að hann fær mig mjög snemma inn í framleiðsluferlið. Þannig að ég fæ að vita hvað er að gerast og við tölum saman um hvaða andrúmsloft hann er að reyna að búa til. Hann talar ekki tungumál tónlistarinnar en við tölum saman með stikkorðum og hann gefur mér lykilorð sem ég túlka.Gefur og tekur innblástur Við höfum talað lengi um Arrival og Denis hefur lengi langað að gera þessa mynd. Hann sagði mér frá grunnhugmyndinni og mér fannst hún mjög spennandi. Mig hefur lengi langað til að gera sci-fi mynd. Síðan þegar ég fékk handritið í hendurnar og las líka smásöguna sem myndin er byggð á var ég mjög heillaður, sérstaklega þessar hugmyndir sem myndin fjallar eru mjög sterkar og frumlegar. Þannig að það er mjög spennandi. Í Arrival var þetta allt öðruvísi en til dæmis Sicario – í Sicario fór ég á tökustað og var svolítið með þeim þar í eyðimörkinni og þessu ótrúlega landslagi sem er á þessu svæði [Nýja-Mexíkó]. En í Arrival töluðum við voða lítið um tónlistina – hann gaf mér fullkomið frelsi til að búa til og gera þær tilraunir sem þessar hugmyndir kveiktu hjá mér. Það voru svo þessar hugmyndir bæði um tíma og tungumál – hvernig sagan í myndinni fjallar um tungumálið og samskipti og hvernig við upplifum veröldina og alheiminn í gegnum tungumálið. Hvort það sé hægt að breyta upplifun okkar á umheiminum með því að læra nýtt tungumál, með því að endurvíra hausinn með því að læra svona „alien“ tungumál. En ég vil ekki segja allt of mikið og eyðileggja myndina. Síðan skoðaði ég líka slatta af konseptum sem „production designerinn“ setti fram, þar á meðal ritformið sem geimverurnar nota og það gaf mér líka mikinn innblástur. Bæði hugmyndir í handritinu og þessar hugmyndir um lúkkið á myndinni og þessu ritformi sem geimverurnar nota – og ég byrja að semja tónlistina í raun í sömu viku og þeir byrja að skjóta. Þegar hann var búinn að skjóta í svona 10 daga þá sendi ég þeim hugmyndir og eina þeirra greip hann strax á lofti og hafði samband um leið og bað mig að senda sér fimm mínútna hugmynd sem varð að einu lykilþema myndarinnar – það er til að mynda spilað þegar aðalkarakterinn sér geimverurnar í fyrsta skiptið. Denis var að hlusta á þetta þegar hann skaut það. Síðan þegar eftirvinnslan byrjar þá fer af stað svolítið „back and forth“. Ég treysti þeim [sem sjá um eftirvinnslu] mjög vel, þeir eru næmir á tónlist þannig að þeir taka hugmyndir frá mér og klippa við þær og jafnvel klippa þeir stefið allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér það og þannig að þetta er svona „back and forth“ – organískt samstarf. Oft innblása þemu og hugmyndir frá mér klippihugmyndir hjá þeim og öfugt. Þeir nota ekki tónlist frá öðrum til að klippa, það er almenna reglan en við höfum ekki alveg getað haldið því.Meðvitaður um kvikmyndasögunaVinnurðu tónlistina í til dæmis vísindaskáldskap eins og Arrival og Blade Runner öðruvísi en í drama og spennu eins og Sicario? Maður er svolítið meðvitaður um kvikmyndasöguna, ég er algjör kvikmyndaaðdáandi og því er maður meðvitaður um hvað eru klisjur í sci-fi myndum og spennumyndum. Denis hvetur mig og gefur mér tækifæri til að gera tilraunir og prófa að gera hluti sem eru óvenjulegir og er óhræddur við að láta vaða með sterkar en óvenjulegar hugmyndir sem eru samt aðgengilegar. Við erum auðvitað ekki að gera avant-garde myndir – þetta eru „mainstream“ myndir – hann hefur samt bakgrunn í „arthouse“ og ég minn bakgrunn í alls konar tilraunatónlist þannig að það kemur fram í þessu ferli okkar. Ein fyrsta ákvörðun mín var að nota raddir vegna þess að þetta [Arrival] er mynd sem fjallar um tungumál, þá er augljóst að raddir og kórar spila rullu. En mig langar ekki að vinna með eitthvað eins og í 2001 [A Space Oddyssey] þar sem er notuð kórtónlist, mjög flott og áhrifarík tónlist sem ungverska tónskáldið György Ligeti samdi. Það hefur síðan verið kóperað mjög oft og er orðin hálfgerð klisja að mörgu leyti – þannig að ég var meðvitaður um að nota kórinn á hátt sem ég hafði ekki heyrt notaðan í bíómynd áður. Ég nota aðferðir og raddpælingar, liti og áferð sem maður hefur ekki heyrt í kvikmyndatónlist áður – ég var undir miklum áhrifum frá Stimmung eftir Karlheinz Stockhausen sem er fyrir sex raddir og notar mikið yfirtónasöng. Það er mjög óvenjuleg og áhrifamikil söngtækni sem kórinn sem ég vann með, Theatre of Voices, sérhæfir sig í, svona framúrstefnulegur söngur. En síðan vann ég líka með öðrum sem voru úr allt annarri átt og blandaði þessu öllu saman.Sólótónlistin autt blaðNýjasta sólóplatan Orphée – er þetta öðruvísi tónlist en kvikmyndatónlistin, ertu að fá útrás fyrir annars konar hluti þar? Fyrir mér er þetta allt tengt – ég fer í kvikmyndatónlistina út frá sólóplötunum, fyrstu stóru verkefnin komu frá fólki sem hafði heyrt Englabörn, 1401 og Fordlandia. Það var sólótónlistin mín sem kveikti í Denis þegar hann ákvað að fá mig til að semja tónlistina fyrir Prisoners. Það var fyrsta stóra verkefnið sem ég fékk og þá var það eitt stykki sem kveikti aðallega í honum og réð úrslitum um að hann fékk mig í þetta verkefni, þannig að ég lít á þetta allt sem eitt heildarverk, sólótónlistina og kvikmyndatónlistina. Þetta eru samt auðvitað mjög ólíkar aðferðir – það er í rauninni þessi grunnvinna að semja tónlistina og fá hugmyndirnar og svona þessi prósess, þessi grunnsköpunarþáttur er alltaf sá sami, hvort sem það er sólóplata eða kvikmyndatónlist. En úrvinnslan úr efninu er öðruvísi – þegar það er sólóplata þá ertu í rauninni með tabula rasa – eitt autt blað sem þú þarft að fylla upp í. Það þarf að búa til eigin umgjörð um tónlistina – mér finnst gaman að búa til umgjörð um tónlistina mína, þær [sólóplöturnar] hafa oft narratív og konsept sem umgjörð. En þegar maður gerir kvikmyndatónlist er þessi rammi auðvitað þegar til. Síðast en ekki síst er kvikmyndin samvinnulistform. Þetta er listform sem sameinar margar listgreinar og þú sem tónskáld ert meðlimur í þessu teymi sem býr til myndina. Denis er mjög góður í því að velja gott fólk sem getur unnið vel saman og hefur góðan sans fyrir því og hann vinnur voða mikið með sama fólkinu.Finnur fyrir mikilli ábyrgð Núna erum við að byrja á Blade Runner sem er þriðja myndin sem við vinnum saman þrír: Denis, klipparinn Joe Walker og ég. Fólkið sem ég vinn mest með er leikstjórinn og klipparinn þannig að helsti munurinn er að þú ert meðlimur í teymi sem er að búa til kvikmyndaverk á meðan þú ert að gera sólóplötu þá er það eigin verkefni. Ég nota reyndar mjög mikið alls konar samstarfsmenn en það eru öðruvísi áherslur, þetta er mín grunnhugmynd og ramminn og umgjörðin eru upprunnin frá mér.Talandi um Blade Runner, er ekkert stressandi að fyrri myndin sé svona rómuð fyrir tónlistina? Ég held að allir séu mjög meðvitaðir um þennan íkoníska status. Það finna allir fyrir mjög mikilli ábyrgð og sérstaklega fólk eins og við Denis, og meira og minna allir [sem koma að Blade Runner] eru rosalegir aðdáendur. Ég sá hana þegar hún var sýnd í Austurbæjarbíó en hún hafði mjög mikil áhrif og ég var mjög mikill aðdáandi – var búinn að lesa bókina sem handritið var byggt á og hef síðan fylgst með þessum útgáfum sem Ridley Scott hefur verið að dunda sér við að gera síðan. Hann breytti henni rosalega mikið frá þessari útgáfu sem kom í bíó upphaflega og gekk mjög illa en fékk með tímanum þennan mikla költ-status. Hljóðrásin er náttúrulega stór þáttur í að búa til þetta sterka andrúmsloft í myndinni og Vangelis er náttúrulega einn af þeim sem höfðu mikil áhrif á mig, sérstaklega á einu tímabili. Það er margt þarna sem er spennandi að fást við og á sama tíma dálítið eins og verið sé að fá mig í rosalega mikilvægt verkefni sem má ekki klúðra. Þetta er samt auðvitað framhald en ekki endurgerð og það hefur ýmislegt breyst og það er mikilvægt að hafa það í huga.
Golden Globes Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira