Innlent

Stormurinn varir fram yfir hádegi

Veðurofsinn á svo að fara að ganga niður upp úr hádegi, fyrst suðvestanlands, en áfram verður þó strekkingur.
Veðurofsinn á svo að fara að ganga niður upp úr hádegi, fyrst suðvestanlands, en áfram verður þó strekkingur. Vísir/Vilhelm
Loftþrýstingur fellur nú hratt og varar Veðurstofan við stormi, eða meiru en 20 metrum á sekúndu víða um land fram yfir hádegi og mikilli rigningu suðvestanlands, jafnvel alveg ausandi rigningu. Farið var að rigna á öllu landinu nema á Austurlandi klukkan sex í morgun.

Búast má við að vindhraðinn fari upp í 35 til 40 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum, við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi og Vegagerðin varar einnig við hviðum á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og á utanverðu Kjalarnesi og á sjöunda tímanum var þegar orðið óveður á þessum slóðum.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu beinir því til foreldra að fylgjast vel með veðri þar sem veðurspá sýni að börn gætu átt erfitt með að ganga í skólann. Sérstaklega á þetta við efri byggðir og þar sem börn þurfa að ganga yfir opin svæði á leið sinni til skóla.

Veðurofsinn á svo að fara að ganga niður upp úr hádegi, fyrst suðvestanlands, en áfram verður þó strekkingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×