Poppstjarnan Nik Kershaw kominn til Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 20:42 Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira