Toyota C-HR rúllar af böndunum í Tyrklandi Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 09:47 Starfsmenn Sakarya verksmiðjunnar í Tyrklandi fagna framleiðslu fyrsta Toyota C-HR bílsins. Toyota hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, hinum gullfallega C-HR jepplingi í Sakarya verksmiðju sinni í Tyrklandi. Þar verða þeir C-HR bílar sem seldir verða í Evrópu framleiddir, en líka þeir bílar sem seldir verða í Bandaríkjunum, Kanada og S-Afríku og markar það tímamót fyrir verksmiðjuna í Sakarya. Verksmiðjan í Sakarya hefur verið stækkuð til að anna framleiðslu 280.000 bíla á ári, en þar eru einnig framleiddir Corolla og Verso bílar. Toyota C-HR er svokallaður “crossover”-bíll, en sá flokkur bíla er sá sem vex hraðast í heiminum og því má búast við góðum móttökum við C-HR. Toyota á Íslandi kynnti C-HR bílinn með pompi og prakt á þaki Gamla bíós, þ.e. í Petersensvítunni fyrir skömmu og vakti hann þar mikla athygli. Var þar um að ræða forframleiðslubíl. Toyota C-HR verður frumsýndur í Bandaríkjunum í komandi bílasýningu í Los Angeles og því var Ísland á undan Bandaríkjunum með frumsýningu bílsins. Stutt mun vera í komu sölubíla hjá Toyota á Íslandi. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent
Toyota hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, hinum gullfallega C-HR jepplingi í Sakarya verksmiðju sinni í Tyrklandi. Þar verða þeir C-HR bílar sem seldir verða í Evrópu framleiddir, en líka þeir bílar sem seldir verða í Bandaríkjunum, Kanada og S-Afríku og markar það tímamót fyrir verksmiðjuna í Sakarya. Verksmiðjan í Sakarya hefur verið stækkuð til að anna framleiðslu 280.000 bíla á ári, en þar eru einnig framleiddir Corolla og Verso bílar. Toyota C-HR er svokallaður “crossover”-bíll, en sá flokkur bíla er sá sem vex hraðast í heiminum og því má búast við góðum móttökum við C-HR. Toyota á Íslandi kynnti C-HR bílinn með pompi og prakt á þaki Gamla bíós, þ.e. í Petersensvítunni fyrir skömmu og vakti hann þar mikla athygli. Var þar um að ræða forframleiðslubíl. Toyota C-HR verður frumsýndur í Bandaríkjunum í komandi bílasýningu í Los Angeles og því var Ísland á undan Bandaríkjunum með frumsýningu bílsins. Stutt mun vera í komu sölubíla hjá Toyota á Íslandi.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent