Innlent

Ólafur vonast til að samningurinn dugi til að kennarar dragi uppsagnir til baka

Anton Egilsson skrifar
Samkomulag hefur náðst í kjaradeilu grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ekkert verður þó gefið upp um innihald samningsins fyrr en að búið að er að kynna hann félagsmönnum í Félagi grunnskólakennara.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, kveðst þokkalega sáttur við samninginn.

„Maður vill alltaf meira en ég er þokkalega sáttur.“

Hann segir að nú fari samningurinn í kynningu og það sé svo félagsmanna að dæma um hvort að samningurinn sé viðunandi.

„Nú fer þetta í kynningu og í atkvæðagreiðslu og það er svo þeirra að dæma um það. En við hefðum auðvitað ekki skrifað undir það nema við teldum svo vera.“

Vonast til að kennarar dragi uppsagnir til baka

Aðspurður um hvort að hann telji að samningurinn dugi til að kennarar sem þegar hafa sagt upp dragi uppsagnir sínar til baka segir Ólafur vonast til þess.

„Ég vona að þetta sé með þeim hætti að þeir geri það en það þarf auðvitað að koma í ljós.“  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×