Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2016 20:00 Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn. Bridge Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn.
Bridge Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira