Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2016 20:00 Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn. Bridge Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn.
Bridge Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira