Innlent

Skólastjórar á Reykjanesi með þungar áhyggjur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kennarar fjölmenntu í Hagaskóla eftir samstöðufund í Háskólabíói fyrr í mánuðinum.
Kennarar fjölmenntu í Hagaskóla eftir samstöðufund í Háskólabíói fyrr í mánuðinum. Vísir/Ernir
Stjórn Skólastjórafélags Reykjaness lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.

„Ef ekki semst fljótlega mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir starfið í grunnskólum landsins. Nú þegar hafa fjölmargir kennarar sagt upp störfum,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

„Nauðsynlegt er að bæta kjör kennara verulega og meta ábyrgð, menntun og umfang starfsins til launa. Það er hagsmunamál allrar þjóðarinnar að vel takist til þar sem menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Skora skólastjórar á Reykjanesi á sveitarstjórnir og bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að samið verði við kennara þannig að grunnskólakennarastarfið verði samkeppnishæft á vinnumarkaði.

Um hundrað kennarar hafa sagt upp störfum á Suðvesturhorni landsins, þar af 40 í Reykjanesbæ.

Formaður félags grunnskólakennara segir viðræður í kjaradeilu félagsins mjakast í rétta átt en samninganefndir komu saman til fundar um helgina.


Tengdar fréttir

Óttast að ófaglærðu fólki fjölgi í skólunum

Kennarar ósáttir við yfirlýsingar Sambands íslenskra sveitarfélaga um launaþróun. Kennari í Fellaskóla óttast að skólarnir fyllist af leiðbeinendum. Skóli með stærstan hluta nemenda af erlendum uppruna þurfi fagmenntað fólk.

Fleiri kennarar munu segja upp störfum

"Mér skilst að fleiri uppsagnir séu á döfinni, núna á föstudag,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×