Þetta þarf Ólafía Þórunn að gera til að komast inn á LPGA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, á möguleika á því að halda áfram að skrifa íslensku golfsöguna þegar hún keppir á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna, LPGA mótaröðina. Golfsamband Íslands hefur sett fram á mjög skýran og aðgengilegan hátt hvað Ólafía Þórunn þarf að gera til að komast inn á LPGA mótaröðina, fyrst íslenskra kylfinga. Hún er þegar komin lengra en nokkur önnur. Ólafía Þórunn þarf að enda í hópi 20 efstu eftir fimmta keppnisdaginn til þess að öðlast keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Í fyrra voru þrír kylfingar jafnir á -4 samtals eftir 90 holur í 19.-21. sæti og léku þær í bráðabana um sæti nr. 19. og 20. Sú sem varð í 21. sæti sat eftir með sárt ennið. Alls komast 70 efstu kylfingarnir í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða keppnisdaginn. Það eru 158 kylfingar sem taka þátt og aðeins 20 efstu fá keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Þriðja stigið (lokaúrtökumótið) hefst miðvikudaginn 30. nóvember og lokakeppnisdagurinn fer fram sunnudaginn 4. desember. Leikið á LPGA International golfsvæðinu við Daytona Beach, Flórída. Keppnisvellirnir eru tveir og heita þeir Hills og Jones. Lokahringurinn eða sá fimmti verður leikinn á Hills vellinum. Allir keppendur verða að hafa aðstoðarmann með á vellinum og verður Kristinn Jósep Kristinsson bróðir Ólafíu með henni sem kylfuberi. Bannað er að nota rafmagnskerrur. Ólafía getur með góðum árangri bætt stöðu sína á styrkleikalista Symetra mótaraðarinnar. Ólafía endaði í fimmta sæti á 1. stiginu sem fram fór í lok ágúst. Þar var keppt á þremur keppnisvöllum. Mission Hills í Kaliforníu, Rancho Mirage,(Palmer og Dinah Shore); Westin Mission Hills (Gary Player). Ólafía endaði í 5. sæti á -7 samtals (68-71-70-72) 281 högg. Annað stigið var spilað á Plantation Golf og Country Club í Venice í Flórída, (Bobcat og Panther völlunum) í lok október. Ólafía endaði í 12. sæti á parinu samtals 288 högg (72-73-71-72). Hún hefur þegar með árangri sínum á 2. stiginu tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Er samskonar mótaröð og LET Access mótaröð í Evrópu en er jafnvel á styrkleika við sjálfa LET Evrópumótaröðina. Alla samantekt GSÍ á golf.is má finna með því að smella hér en þar eru frekari upplýsingar en hér fyrir ofan. Golf Tengdar fréttir Umhverfis hnöttinn á 48 dögum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á ferðinni um heiminn á síðustu sex vikum og þegar hún lendir í Orlando í Bandaríkjunum 21. nóvember næstkomandi hefur farið einn hring í kringum hnöttinn á aðeins tæpum 18. nóvember 2016 06:30 Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður að ná góðum árangri á Indlandi um helgina til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næsta keppnistímabili. Hún á þó enn möguleika á að komast inn á LPGA vestanhafs. 11. nóvember 2016 06:30 Ólafía: Ég finn mér alltaf eitthvað að gera | Tók gínuáskorunina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, undirbýr sig þessa dagana fyrir lokaúrtökumót LPGA-mótaraðarinnar en Hörður Magnússon ræddi við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2016 22:00 Ólafía Þórunn tvöfaldaði verðlaunafé sitt á árinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LET-mótaröðinni þegar hún hafnaði í 26. sæti á Fatima Mubarak Ladies mótinu í gær. 6. nóvember 2016 10:00 Ólafía Þórunn missti aðeins hausinn á „skrímslinu“ á Indlandi Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur tókst ekki að bæta stöðu sína um helgina í baráttu sinni fyrir áframhaldandi þátttökurétti á Evrópumótaröðinni í golfi. Ólafía náði ekki niðurskurðinum á Hero Women's Indian Open mótinu en hún spilaði á 11 höggum yfir pari. 14. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, á möguleika á því að halda áfram að skrifa íslensku golfsöguna þegar hún keppir á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna, LPGA mótaröðina. Golfsamband Íslands hefur sett fram á mjög skýran og aðgengilegan hátt hvað Ólafía Þórunn þarf að gera til að komast inn á LPGA mótaröðina, fyrst íslenskra kylfinga. Hún er þegar komin lengra en nokkur önnur. Ólafía Þórunn þarf að enda í hópi 20 efstu eftir fimmta keppnisdaginn til þess að öðlast keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Í fyrra voru þrír kylfingar jafnir á -4 samtals eftir 90 holur í 19.-21. sæti og léku þær í bráðabana um sæti nr. 19. og 20. Sú sem varð í 21. sæti sat eftir með sárt ennið. Alls komast 70 efstu kylfingarnir í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða keppnisdaginn. Það eru 158 kylfingar sem taka þátt og aðeins 20 efstu fá keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Þriðja stigið (lokaúrtökumótið) hefst miðvikudaginn 30. nóvember og lokakeppnisdagurinn fer fram sunnudaginn 4. desember. Leikið á LPGA International golfsvæðinu við Daytona Beach, Flórída. Keppnisvellirnir eru tveir og heita þeir Hills og Jones. Lokahringurinn eða sá fimmti verður leikinn á Hills vellinum. Allir keppendur verða að hafa aðstoðarmann með á vellinum og verður Kristinn Jósep Kristinsson bróðir Ólafíu með henni sem kylfuberi. Bannað er að nota rafmagnskerrur. Ólafía getur með góðum árangri bætt stöðu sína á styrkleikalista Symetra mótaraðarinnar. Ólafía endaði í fimmta sæti á 1. stiginu sem fram fór í lok ágúst. Þar var keppt á þremur keppnisvöllum. Mission Hills í Kaliforníu, Rancho Mirage,(Palmer og Dinah Shore); Westin Mission Hills (Gary Player). Ólafía endaði í 5. sæti á -7 samtals (68-71-70-72) 281 högg. Annað stigið var spilað á Plantation Golf og Country Club í Venice í Flórída, (Bobcat og Panther völlunum) í lok október. Ólafía endaði í 12. sæti á parinu samtals 288 högg (72-73-71-72). Hún hefur þegar með árangri sínum á 2. stiginu tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Er samskonar mótaröð og LET Access mótaröð í Evrópu en er jafnvel á styrkleika við sjálfa LET Evrópumótaröðina. Alla samantekt GSÍ á golf.is má finna með því að smella hér en þar eru frekari upplýsingar en hér fyrir ofan.
Golf Tengdar fréttir Umhverfis hnöttinn á 48 dögum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á ferðinni um heiminn á síðustu sex vikum og þegar hún lendir í Orlando í Bandaríkjunum 21. nóvember næstkomandi hefur farið einn hring í kringum hnöttinn á aðeins tæpum 18. nóvember 2016 06:30 Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður að ná góðum árangri á Indlandi um helgina til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næsta keppnistímabili. Hún á þó enn möguleika á að komast inn á LPGA vestanhafs. 11. nóvember 2016 06:30 Ólafía: Ég finn mér alltaf eitthvað að gera | Tók gínuáskorunina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, undirbýr sig þessa dagana fyrir lokaúrtökumót LPGA-mótaraðarinnar en Hörður Magnússon ræddi við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2016 22:00 Ólafía Þórunn tvöfaldaði verðlaunafé sitt á árinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LET-mótaröðinni þegar hún hafnaði í 26. sæti á Fatima Mubarak Ladies mótinu í gær. 6. nóvember 2016 10:00 Ólafía Þórunn missti aðeins hausinn á „skrímslinu“ á Indlandi Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur tókst ekki að bæta stöðu sína um helgina í baráttu sinni fyrir áframhaldandi þátttökurétti á Evrópumótaröðinni í golfi. Ólafía náði ekki niðurskurðinum á Hero Women's Indian Open mótinu en hún spilaði á 11 höggum yfir pari. 14. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umhverfis hnöttinn á 48 dögum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á ferðinni um heiminn á síðustu sex vikum og þegar hún lendir í Orlando í Bandaríkjunum 21. nóvember næstkomandi hefur farið einn hring í kringum hnöttinn á aðeins tæpum 18. nóvember 2016 06:30
Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður að ná góðum árangri á Indlandi um helgina til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næsta keppnistímabili. Hún á þó enn möguleika á að komast inn á LPGA vestanhafs. 11. nóvember 2016 06:30
Ólafía: Ég finn mér alltaf eitthvað að gera | Tók gínuáskorunina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, undirbýr sig þessa dagana fyrir lokaúrtökumót LPGA-mótaraðarinnar en Hörður Magnússon ræddi við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2016 22:00
Ólafía Þórunn tvöfaldaði verðlaunafé sitt á árinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LET-mótaröðinni þegar hún hafnaði í 26. sæti á Fatima Mubarak Ladies mótinu í gær. 6. nóvember 2016 10:00
Ólafía Þórunn missti aðeins hausinn á „skrímslinu“ á Indlandi Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur tókst ekki að bæta stöðu sína um helgina í baráttu sinni fyrir áframhaldandi þátttökurétti á Evrópumótaröðinni í golfi. Ólafía náði ekki niðurskurðinum á Hero Women's Indian Open mótinu en hún spilaði á 11 höggum yfir pari. 14. nóvember 2016 07:00