Í leit að lífinu á bak við portrettmyndir Kaldals Magnús Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2016 09:30 Óskar Guðmundsson, sagnfræðingur og blaðamaður, segir að það hafi verið snúið að finna sögur sumra persónanna í myndum Kaldals. Visir/Anton Brink Ljósmyndir Jóns Kaldals frá þriðja áratug síðustu aldar og fram á áttunda áratuginn mynda einstakt höfundarverk í íslenskri ljósmyndasögu. Ljósmyndun var iðngrein Jóns en ekki síður listgrein sem birtist einkum í einstökum portrettmyndum hans sem margar hverjar urðu að einkennismyndum myndefnanna. Þar á meðal má nefna Jóhannes S. Kjarval og Ástu Sigurðardóttur enda náði Jón með sínum einstaka hætti að fanga kjarna hverrar manneskju í svarthvítri ljósmynd, í ljósi og skugga. Um þessar mundir standa yfir sýningarnar Portrett Kaldals og Kaldal í tíma og rúmi í Þjóðminjasafni Íslands en auk þess er nýútkomin bókin Kaldal, svart og hvítt. Í bókinni er að finna einstaka samantekt á mörgum af bestu ljósmyndum meistarans og fylgja æviágrip viðfangsefnanna með. Það var Óskar Guðmundsson, sagnfræðingur og blaðamaður, sem tók að sér að afla upplýsinga um lífshlaup þessara fjölmörgu einstaklinga og hann segir að hann hafi nú verið fenginn til verksins sökum reynslu sinnar af því að segja frá fólki.Sigurlína María Gísladóttir, mynd eftir Jón Kaldal tekin 1961.„Svo er ég náttúrulega eins og aðrir Íslendingar mjög uppnuminn og hrifinn af Kaldal. Þó að hann hafi myndað þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga þá eru sumar þessarar mynda algjört listaverk. Í þeim býr persónuleg natni og þá sérstaklega í portrettunum sem hann síðan sýndi. Þegar ég fór að skoða líf og sögu þeirra sem eru á myndunum, þá ég áttaði mig fljótlega á því hversu mikið hann var búinn að pæla í þessu fólki. Kaldal var Húnvetningur að uppruna en missti foreldra sína ungur að árum og var því alinn upp í Reykjavík að hluta til hjá Þorleifi póstmeistara sem var föðurbróðir hans en hann var faðir Jóns Leifs. Jón var síðar einn af þeim sem Kaldal myndaði og það má segja að hann hafi umgengist listamenn alveg frá frumbernsku. Þegar hann er svo úti í Kaupmannahöfn við nám þá er hann í þannig félagslegu umhverfi að mörg af þessum viðfangsefnum urðu náin honum þar. Kaupmannahöfn var á þessum tíma höfuðborg Íslands og þangað lá leið allra íslenskra heimsborgara.“ Það má segja að eftir að Jón Kaldal snýr heim úr námi hafi hann umgengist það sem kalla má listaðal Reykjavíkur á þeim árum. Óskar tekur undir það og segir að á ljósmyndastofu Kaldals hafi menn komið til þess að sitja og spjalla um líf og list. „Það voru ótrúlegustu menn sem áttu þarna vé og komu þarna til þess að skiptast á skoðunum og hittast. Kjarval, Laxness, Thor Vilhjálmsson, menn af ýmsum kynslóðum og Jón Pálsson, sá frægi maður, sem greip í píanóið sem stóð á ljósmyndastofunni. Jón Kaldal var líka áhugamaður um tónlist og þetta var það menningarlega andrúmsloft sem hann lifði og hrærðist í. Síðan virðist hann líka hafa notað tækifærið eins og allar þessar myndir af Kjarval sýna. Hann tekur óvæntar myndir af honum en fyrir vikið þá eru þær allar einstæðar.“ En hvernig skyldi Óskari hafa gengið að róta upp í fortíðinni og finna bakgrunn og sögu allra þessara andlita? „Það gekk misvel. Þetta var ákaflega spennandi og heillandi leit í fortíðinni. Leit að fólki sem er horfið og það getur verið allt annað en einfalt að hafa upp á fólki og sögunum af því eftir svona langa tíð. Oft er það þannig að maður finnur eitthvað í minningargreinum í blöðunum og vefur á borð við tímaritavefinn auðveldar vissulega rannsóknarvinnu af þessum toga. Það var fullt af fólki sem ég fann í gegnum það en langt því frá allir. En svo eru svona nokkrir hópar fólks sem var aðeins erfiðara að nálgast. Það var annaðhvort fólk sem ekki höfðu verið skrifaðar minningargreinar um eða þá að fólk hafði skipt um nafn síðar á lífsleiðinni. Fólk sem var annað í skráningunni hjá Kaldal en það var svo seinna meir í lífinu. Þetta var þónokkur stokkur fólks sem þannig var varið um.“Jóhannes Kjarval, mynd eftir Jón Kaldal frá 1925-1930.Ef litið er á bókina er þar aðeins ein kona sem lítið virðist hafa fundist um og Óskar segir að það hafi einmitt verið dæmi um nafnbreytingu. „Þetta er eina konan sem ég ekki fann. En ég veit núna hver hún er. Þessi kona giftist Richard Patterson frá Bandaríkjunum og tók upp eftirnafn hans. Hún, eins og nokkuð margar konur sem Kaldal myndaði, varð svo módel síðar í útlöndum. Það átti við um Stefaníu og nokkrar fleiri. Það segir okkur nú eitthvað um hvað Kaldal hefur haft næmt auga fyrir kvenlegri fegurð.“ Á laugardaginn kl. 14 ætlar Óskar vera með leiðsögn um sýninguna í Þjóðminjasafninu og þar gefst því gott tækifæri fyrir fólk til þess að kynnast í senn meistaraverkum Kaldals og sögum þeirra sem eru á myndunum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ljósmyndir Jóns Kaldals frá þriðja áratug síðustu aldar og fram á áttunda áratuginn mynda einstakt höfundarverk í íslenskri ljósmyndasögu. Ljósmyndun var iðngrein Jóns en ekki síður listgrein sem birtist einkum í einstökum portrettmyndum hans sem margar hverjar urðu að einkennismyndum myndefnanna. Þar á meðal má nefna Jóhannes S. Kjarval og Ástu Sigurðardóttur enda náði Jón með sínum einstaka hætti að fanga kjarna hverrar manneskju í svarthvítri ljósmynd, í ljósi og skugga. Um þessar mundir standa yfir sýningarnar Portrett Kaldals og Kaldal í tíma og rúmi í Þjóðminjasafni Íslands en auk þess er nýútkomin bókin Kaldal, svart og hvítt. Í bókinni er að finna einstaka samantekt á mörgum af bestu ljósmyndum meistarans og fylgja æviágrip viðfangsefnanna með. Það var Óskar Guðmundsson, sagnfræðingur og blaðamaður, sem tók að sér að afla upplýsinga um lífshlaup þessara fjölmörgu einstaklinga og hann segir að hann hafi nú verið fenginn til verksins sökum reynslu sinnar af því að segja frá fólki.Sigurlína María Gísladóttir, mynd eftir Jón Kaldal tekin 1961.„Svo er ég náttúrulega eins og aðrir Íslendingar mjög uppnuminn og hrifinn af Kaldal. Þó að hann hafi myndað þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga þá eru sumar þessarar mynda algjört listaverk. Í þeim býr persónuleg natni og þá sérstaklega í portrettunum sem hann síðan sýndi. Þegar ég fór að skoða líf og sögu þeirra sem eru á myndunum, þá ég áttaði mig fljótlega á því hversu mikið hann var búinn að pæla í þessu fólki. Kaldal var Húnvetningur að uppruna en missti foreldra sína ungur að árum og var því alinn upp í Reykjavík að hluta til hjá Þorleifi póstmeistara sem var föðurbróðir hans en hann var faðir Jóns Leifs. Jón var síðar einn af þeim sem Kaldal myndaði og það má segja að hann hafi umgengist listamenn alveg frá frumbernsku. Þegar hann er svo úti í Kaupmannahöfn við nám þá er hann í þannig félagslegu umhverfi að mörg af þessum viðfangsefnum urðu náin honum þar. Kaupmannahöfn var á þessum tíma höfuðborg Íslands og þangað lá leið allra íslenskra heimsborgara.“ Það má segja að eftir að Jón Kaldal snýr heim úr námi hafi hann umgengist það sem kalla má listaðal Reykjavíkur á þeim árum. Óskar tekur undir það og segir að á ljósmyndastofu Kaldals hafi menn komið til þess að sitja og spjalla um líf og list. „Það voru ótrúlegustu menn sem áttu þarna vé og komu þarna til þess að skiptast á skoðunum og hittast. Kjarval, Laxness, Thor Vilhjálmsson, menn af ýmsum kynslóðum og Jón Pálsson, sá frægi maður, sem greip í píanóið sem stóð á ljósmyndastofunni. Jón Kaldal var líka áhugamaður um tónlist og þetta var það menningarlega andrúmsloft sem hann lifði og hrærðist í. Síðan virðist hann líka hafa notað tækifærið eins og allar þessar myndir af Kjarval sýna. Hann tekur óvæntar myndir af honum en fyrir vikið þá eru þær allar einstæðar.“ En hvernig skyldi Óskari hafa gengið að róta upp í fortíðinni og finna bakgrunn og sögu allra þessara andlita? „Það gekk misvel. Þetta var ákaflega spennandi og heillandi leit í fortíðinni. Leit að fólki sem er horfið og það getur verið allt annað en einfalt að hafa upp á fólki og sögunum af því eftir svona langa tíð. Oft er það þannig að maður finnur eitthvað í minningargreinum í blöðunum og vefur á borð við tímaritavefinn auðveldar vissulega rannsóknarvinnu af þessum toga. Það var fullt af fólki sem ég fann í gegnum það en langt því frá allir. En svo eru svona nokkrir hópar fólks sem var aðeins erfiðara að nálgast. Það var annaðhvort fólk sem ekki höfðu verið skrifaðar minningargreinar um eða þá að fólk hafði skipt um nafn síðar á lífsleiðinni. Fólk sem var annað í skráningunni hjá Kaldal en það var svo seinna meir í lífinu. Þetta var þónokkur stokkur fólks sem þannig var varið um.“Jóhannes Kjarval, mynd eftir Jón Kaldal frá 1925-1930.Ef litið er á bókina er þar aðeins ein kona sem lítið virðist hafa fundist um og Óskar segir að það hafi einmitt verið dæmi um nafnbreytingu. „Þetta er eina konan sem ég ekki fann. En ég veit núna hver hún er. Þessi kona giftist Richard Patterson frá Bandaríkjunum og tók upp eftirnafn hans. Hún, eins og nokkuð margar konur sem Kaldal myndaði, varð svo módel síðar í útlöndum. Það átti við um Stefaníu og nokkrar fleiri. Það segir okkur nú eitthvað um hvað Kaldal hefur haft næmt auga fyrir kvenlegri fegurð.“ Á laugardaginn kl. 14 ætlar Óskar vera með leiðsögn um sýninguna í Þjóðminjasafninu og þar gefst því gott tækifæri fyrir fólk til þess að kynnast í senn meistaraverkum Kaldals og sögum þeirra sem eru á myndunum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira