Ljóð Sigurðar Pálssonar seljast og seljast og seljast og seljast Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2016 15:01 Sigurður Pálsson er að upplifa það nú á efri árum að selja ljóð sín í stórum stíl og árita baki í brotnu. visir/stefán „Það er fáheyrt að nýútkomin ljóðabók blandi sér í metsölubókaslaginn en sú er raunin með Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson sem er langsöluhæsta ljóðabókin,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Þetta sætir tíðindum. Ljóðið ratar til sinna, er stundum sagt, af mikilli hógværð en þá er vísað til þess að þau séu ekki engin sérstök markaðsvara. Hins vegar brá svo við að fyrsta prentun bókar Sigurðar seldist upp og var bók hans endurprentuð í enn stærra viðbótarupplag en dæmi eru um þegar ljóðabækur eiga í hlut. Nú er önnur prentun að klárast og verið að undirbúa þriðju prentun. „Á bókamessunni í Hörpunni varð atgangur í öskjunni þegar Sigurður áritaði bókina fyrir kaupendur báða daga messunnar og má segja að röð hafi verið útúr dyrum Hörpunnar þegar Sigurður sat við og áritaði. Birgðirnar hurfu eins og dögg fyrir sólu og þurfti í tvígang á neyðarsendingum á bókum að halda, slík var eftirspurnin,“ segir Egill Örn.Þeir Forlags-feðgar eru ánægðir með gott gengi síns manns.Egill bendir jafnframt á að bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og lesenda og sögð meistaraverk. Bókin kemur út við sérstakar aðstæður en eins og komið hefur fram í viðtölum við skáldið þá glímir hann við ólæknandi krabbamein. Mörg ljóðanna fjalla um þá stöðu að standa frammi fyrir dauðanum en höfundur gerir það á sinn fallega hátt og lofsyngur ekki síður lífið og kærleikann í bókinni. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi Forlagsins er ánægður: „Fátt getur glatt mig meira en einstæðar móttökur við ljóðabók Sigurðar Pálssonar. Leið okkar í útgáfunni hefur legið saman frá og með hans annarri bók og samstarfið alltaf verið einstaklega ánægjulegt enda leitun að betri manni og skáldi en Sigurði. Hann er einstakur öðlingsdrengur.“ Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það er fáheyrt að nýútkomin ljóðabók blandi sér í metsölubókaslaginn en sú er raunin með Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson sem er langsöluhæsta ljóðabókin,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Þetta sætir tíðindum. Ljóðið ratar til sinna, er stundum sagt, af mikilli hógværð en þá er vísað til þess að þau séu ekki engin sérstök markaðsvara. Hins vegar brá svo við að fyrsta prentun bókar Sigurðar seldist upp og var bók hans endurprentuð í enn stærra viðbótarupplag en dæmi eru um þegar ljóðabækur eiga í hlut. Nú er önnur prentun að klárast og verið að undirbúa þriðju prentun. „Á bókamessunni í Hörpunni varð atgangur í öskjunni þegar Sigurður áritaði bókina fyrir kaupendur báða daga messunnar og má segja að röð hafi verið útúr dyrum Hörpunnar þegar Sigurður sat við og áritaði. Birgðirnar hurfu eins og dögg fyrir sólu og þurfti í tvígang á neyðarsendingum á bókum að halda, slík var eftirspurnin,“ segir Egill Örn.Þeir Forlags-feðgar eru ánægðir með gott gengi síns manns.Egill bendir jafnframt á að bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og lesenda og sögð meistaraverk. Bókin kemur út við sérstakar aðstæður en eins og komið hefur fram í viðtölum við skáldið þá glímir hann við ólæknandi krabbamein. Mörg ljóðanna fjalla um þá stöðu að standa frammi fyrir dauðanum en höfundur gerir það á sinn fallega hátt og lofsyngur ekki síður lífið og kærleikann í bókinni. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi Forlagsins er ánægður: „Fátt getur glatt mig meira en einstæðar móttökur við ljóðabók Sigurðar Pálssonar. Leið okkar í útgáfunni hefur legið saman frá og með hans annarri bók og samstarfið alltaf verið einstaklega ánægjulegt enda leitun að betri manni og skáldi en Sigurði. Hann er einstakur öðlingsdrengur.“
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira