Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2016 11:57 Melania Trump, og sonur þeirra Donald, Barron, munu áfram búa í New York eftir að Donald Trump tekur við lyklavöldum í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadalir, um 113 milljónir króna, á dag. Þetta kemur fram í frétt CNN. Borgaryfirvöld í New York eru með langa reynslu af því að tryggja öryggi háttsettra þjóðarleiðtoga þegar þeir sækja borgina heim, meðal annars í tengslum við starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefur þó fyrst og fremst snúist um skemmri tímabil, en nú er ljóst að Trump mun áfram mikið dvelja í borginni eftir að hann tekur við embætti forseta. Eiginkona hans, Melania Trump, og sonur þeirra Barron, munu áfram búa í New York eftir að Trump tekur við lyklavöldum í Hvíta húsinu, sem gerir það að verkum að kostnaður borgarinnar við öryggisgæslum mun ekki minnka í bráð. Auk þess að tryggja öryggi Melaniu og Barron þarf einnig að tryggja öryggi annarra barna Trump, sem og barnabarna. Bill de Blasio, borgarstjóri New York, segir það forgangsmál að tryggja öryggi í borginni. „Við erum skuldbundin verðandi forsetanum, fjölskyldu hans og samstarfsfólki að tryggja öryggi þeirra,“ segir de Blasio og tekur fram að lögregluyfirvöld í borginni muni þurfa aðstoð við að dekka kostnaðinn. Ábyrgðin við að öryggisgæslu forsetafjölskyldunnar liggur að stærstum hluta hjá öryggislögreglunni Secret Service, en staðbundin lögregluembætti aðstoða jafnan við verkið þegar það á við. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadalir, um 113 milljónir króna, á dag. Þetta kemur fram í frétt CNN. Borgaryfirvöld í New York eru með langa reynslu af því að tryggja öryggi háttsettra þjóðarleiðtoga þegar þeir sækja borgina heim, meðal annars í tengslum við starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefur þó fyrst og fremst snúist um skemmri tímabil, en nú er ljóst að Trump mun áfram mikið dvelja í borginni eftir að hann tekur við embætti forseta. Eiginkona hans, Melania Trump, og sonur þeirra Barron, munu áfram búa í New York eftir að Trump tekur við lyklavöldum í Hvíta húsinu, sem gerir það að verkum að kostnaður borgarinnar við öryggisgæslum mun ekki minnka í bráð. Auk þess að tryggja öryggi Melaniu og Barron þarf einnig að tryggja öryggi annarra barna Trump, sem og barnabarna. Bill de Blasio, borgarstjóri New York, segir það forgangsmál að tryggja öryggi í borginni. „Við erum skuldbundin verðandi forsetanum, fjölskyldu hans og samstarfsfólki að tryggja öryggi þeirra,“ segir de Blasio og tekur fram að lögregluyfirvöld í borginni muni þurfa aðstoð við að dekka kostnaðinn. Ábyrgðin við að öryggisgæslu forsetafjölskyldunnar liggur að stærstum hluta hjá öryggislögreglunni Secret Service, en staðbundin lögregluembætti aðstoða jafnan við verkið þegar það á við.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira