Íbúð með möguleika Berglind Pétursdóttir skrifar 21. nóvember 2016 11:00 Það skemmtilegasta sem ég geri er að hanga í símanum en það næstskemmtilegasta sem ég geri er klárlega að skoða fasteignavefinn. Heilu vinnudagarnir fara ítrekað í vaskinn eftir að ég smelli á fréttir af misfrægum einstaklingum sem hafa sett íbúðirnar sínar á sölu – MYNDIR og ég fer í kjölfarið að skoða allar íbúðir sem eru á skrá á vefnum. Í eitt skiptið hló ég í marga daga að íbúð sem var svo ógeðslega illa farin að mig svimaði við að skoða myndirnar en svo rankaði ég við mér þar sem ég var búin að skrifa undir kaupsamning og fékk afhenta lykla nokkrum dögum síðar. Íbúðin var reyndar á mjög fínu verði en það er önnur saga. Skemmtunin sem mér finnst fólgin í fasteignaglápinu er tvíþætt. Í fyrsta lagi er það textasmíðin í sölutextunum. Íbúð þarf ekki að hafa annað en sprungu á veggnum sem ljósgeisli getur troðið sér inn um til þess að vera talin björt og við vitum öll hvað frasinn ,,íbúð með mikla möguleika“ þýðir (ef þú hatar líf þitt og þú elskar að bíða eftir iðnaðarmönnum skaltu kaupa þér svona möguleikaíbúð). Það kann enginn að skrifa undir rós eins og fasteignasalar og ég virði það, ég starfa sjálf við að skrifa auglýsingatexta og hef tileinkað mér marga af fegrunarfrösum þeirra, aðallega í starf en líka í leik. Myndirnar eru svo hinn þátturinn. Það er róandi að raða húsgögnunum sínum inn á myndirnar í huganum og ímynda sér hvernig stemningin yrði í innflutningspartíinu. Stundum verð ég samt mjög döpur að sjá allar ljótu flísarnar sem hafa verið framleiddar, fluttar til landsins og límdar fastar á gólfflöt sem kostar fullt af milljónum. Verðgildi eignar hreinlega hrynur um leið og flísarnar eru ógeð, það er bara staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Það skemmtilegasta sem ég geri er að hanga í símanum en það næstskemmtilegasta sem ég geri er klárlega að skoða fasteignavefinn. Heilu vinnudagarnir fara ítrekað í vaskinn eftir að ég smelli á fréttir af misfrægum einstaklingum sem hafa sett íbúðirnar sínar á sölu – MYNDIR og ég fer í kjölfarið að skoða allar íbúðir sem eru á skrá á vefnum. Í eitt skiptið hló ég í marga daga að íbúð sem var svo ógeðslega illa farin að mig svimaði við að skoða myndirnar en svo rankaði ég við mér þar sem ég var búin að skrifa undir kaupsamning og fékk afhenta lykla nokkrum dögum síðar. Íbúðin var reyndar á mjög fínu verði en það er önnur saga. Skemmtunin sem mér finnst fólgin í fasteignaglápinu er tvíþætt. Í fyrsta lagi er það textasmíðin í sölutextunum. Íbúð þarf ekki að hafa annað en sprungu á veggnum sem ljósgeisli getur troðið sér inn um til þess að vera talin björt og við vitum öll hvað frasinn ,,íbúð með mikla möguleika“ þýðir (ef þú hatar líf þitt og þú elskar að bíða eftir iðnaðarmönnum skaltu kaupa þér svona möguleikaíbúð). Það kann enginn að skrifa undir rós eins og fasteignasalar og ég virði það, ég starfa sjálf við að skrifa auglýsingatexta og hef tileinkað mér marga af fegrunarfrösum þeirra, aðallega í starf en líka í leik. Myndirnar eru svo hinn þátturinn. Það er róandi að raða húsgögnunum sínum inn á myndirnar í huganum og ímynda sér hvernig stemningin yrði í innflutningspartíinu. Stundum verð ég samt mjög döpur að sjá allar ljótu flísarnar sem hafa verið framleiddar, fluttar til landsins og límdar fastar á gólfflöt sem kostar fullt af milljónum. Verðgildi eignar hreinlega hrynur um leið og flísarnar eru ógeð, það er bara staðreynd.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun