Stenson stigameistari evrópsku mótaraðarinnar í annað skiptið Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. nóvember 2016 17:30 Stenson sáttur með sigurverðlaunin sem voru að hætti Dubai, risastór. Vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði Race to Dubai, stigakeppni Evrópumótaraðarinnar í golfi en þetta varð ljóst þegar hann hafnaði í 9. sæti á DP World Tour Championship í Dubai. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Stenson sem sigraði Opna breska meistaramótið í ár og Danny Willet en Rory McIlroy átti enn veika von fyrir lokamótið. Rory sem hafði titil að verja þurfti að standa uppi sem sigurvegari í Dubai ásamt því að treysta á að Stenson hafnaði í sæti 46. eða neðar. Stenson lék lokahringinn á 65. höggum sem dugði honum til þess að ná níunda sæti og gulltryggja titilinn en þetta er í annað skiptið sem hann hampar þessum titli. Var Rory búinn að bera sigur úr býtum undanfarin tvö ár en þeir tveir hafa skipt þessu sín á milli undanfarin fimm ár. „Þetta hefur verið frábært ár, það besta á ferlinum. Það var erfitt að toppa 2013 þegar ég sigraði stigakeppnina síðast en mér tókst það með þessu,“ sagði Stenson sáttur í viðtali eftir mótið. Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick sigraði á mótinu í Dubai á 17. höggum undir pari en landi hans Tyrrell Hatton hafnaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Fitzpatrick. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði Race to Dubai, stigakeppni Evrópumótaraðarinnar í golfi en þetta varð ljóst þegar hann hafnaði í 9. sæti á DP World Tour Championship í Dubai. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Stenson sem sigraði Opna breska meistaramótið í ár og Danny Willet en Rory McIlroy átti enn veika von fyrir lokamótið. Rory sem hafði titil að verja þurfti að standa uppi sem sigurvegari í Dubai ásamt því að treysta á að Stenson hafnaði í sæti 46. eða neðar. Stenson lék lokahringinn á 65. höggum sem dugði honum til þess að ná níunda sæti og gulltryggja titilinn en þetta er í annað skiptið sem hann hampar þessum titli. Var Rory búinn að bera sigur úr býtum undanfarin tvö ár en þeir tveir hafa skipt þessu sín á milli undanfarin fimm ár. „Þetta hefur verið frábært ár, það besta á ferlinum. Það var erfitt að toppa 2013 þegar ég sigraði stigakeppnina síðast en mér tókst það með þessu,“ sagði Stenson sáttur í viðtali eftir mótið. Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick sigraði á mótinu í Dubai á 17. höggum undir pari en landi hans Tyrrell Hatton hafnaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Fitzpatrick.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira