Eiðurinn er langvinsælasta íslenska bíómynd ársins og kemst engin önnur með tærnar þar sem hún hefur hælana. Þetta kemur fram í tölum sem FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, tók saman fyrir Vísi en þær ná yfir tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda hér á landi frá 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Enn er eitthvað eftir af árinu og myndir á borð við Eiðinn, Grimmd og Innsæi enn í sýningu. Eina frumsýning sem eftir er á árinu er á kvikmyndinni Hjartasteini 28. desember næstkomandi. Hún nær því aðeins þremur dögum í sýningu og er því aðsóknin fyrir árið orðin nokkuð fastsett og ekki búist við stórvægilegum breytingum á þessum lista. Yfirburðir Eiðsins voru slíkir að 43 þúsund sáu þá mynd á meðan 40.629 sáu hinar myndirnar á listanum til samans.Í 1. sæti er sem fyrr segir Eiðurinn en frá því hún var frumsýnd í september síðastliðnum hefur hún þénað rúmar 63 milljónir króna á 43 þúsund gestum. 424 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og voru að jafnaði 101 á hverri sýningu. Í 2. sæti er kvikmyndin Grimmd sem hefur þénað 17,4 milljónir króna á 19.548 gestum frá því hún var frumsýnd í október síðastliðnum. Myndin hefur verið sýnd 207 sinnum í bíósal en að jafnaði voru 94 á hverri sýningu. Í 3. sæti er Fyrir framan annað fólk sem hefur þénað 14,6 milljónir króna á 10.891 gesti. 239 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og voru að jafnaði 46 á hverri þeirra. Myndin var frumsýnd í febrúar síðastliðnum. Í 4. sæti er heimildarmyndin Innsæi - The Sea Within en frá því myndin var frumsýnd í október síðastliðnum hefur hún þénað 3,1 milljón króna á 2.023 gestum. Myndin hefur verið sýnd 51 sinni í kvikmyndasal en að jafnaði voru 40 á hverri sýningu.Í 5. sæti var kvikmyndin Reykjavík. Hún þénaði 2,1 milljón króna á 2.569 gestum. 99 sýningar voru haldnar á myndinni og voru 26 að jafnaði á hverri sýningu. Myndin var frumsýnd í mars síðastliðnum. Í 6. sæti er heimildarmyndin Njósnir, lygar og fjölskyldubönd. Myndin var frumsýnd í febrúar síðastliðnum og þénaði 1,4 milljónir króna á 1.151 sýningargesti. Hún var sýnd 26 sinnum og mættu að jafnaði 44 á hverja sýningu.Í 7. sæti er kvikmyndin Hrútar en það ber að hafa í huga að myndin var frumsýnd í júní í fyrra. Þrátt fyrir það náðu Hrútar að draga 921 í bíó árið 2016 og náði því í tekjur upp á 1,1 milljón króna. Myndin var sýnd 22 sinnum á þessu ári og en að jafnaði voru 42 á hverri sýningu. Í 8. sæti er heimildarmyndin Ransacked sem var frumsýnd í október síðastliðnum. Myndin þénaði 900 þúsund krónur á 610 sýningargestum. Hún var sýnd 33 sinnum en að jafnaði mættu 18 á hverja sýningu.Í 9. sæti er heimildarmyndin Baskavígin. Myndin var frumsýnd í nóvember síðastliðnum og þénaði 729 þúsund á 718 sýningargestum. Myndin hefur verið sýnd 18 sinnum í bíó en að jafnaði voru 40 á hverri sýningu.Í 10. sæti var heimildarmyndin Yarn sem var frumsýnd í september síðastliðnum. Myndin þénaði 609 þúsund krónur á 454 sýningargestum. Hún var sýnd 20 sinnum og voru að jafnaði 23 á hverri sýningu.Í 11. sæti var Fúsi sem líkt og Hrútar var frumsýnd í fyrra. Hún var sýnd 102 sinnum árið 2016 og fékk til sín 347 gesti og hafði upp úr því 450 þúsund krónur. Að jafnaði voru 3 á hverri sýningu á þessu ári.Í 12. sæti var heimildarmyndin Úti að aka - Á reykspúandi kadilakk yfir Ameríku. Myndin var frumsýnd í maí síðastliðnum og þénaði 293 þúsund á 221 sýningargesti. Myndin var sýnd 17 sinnum og voru að jafnaði 13 á hverri sýningu.Í 13. sæti er myndin kvikmyndin Þrestir sem var frumsýnd í október árið 2015. Árið 2016 var hún sýnd þrisvar sinnum í bíó og voru að jafnaði 37 á hverri sýningu. Í heildina sáu 111 Þresti árið 2016 í bíó hér á landi og hafði myndin upp úr því 107 þúsund krónur í tekjur. Í 14. sæti er heimildarmyndin Keep Frozen. Hún var frumsýnd í maí síðastliðnum og þénaði 106 þúsund krónur á 341 sýningargesti. Hún var sýnd 15 sinnum en að jafnaði voru 23 á hverri sýningu.Í 15. sæti er heimildarmyndin Aumingja Ísland. Myndin var frumsýnd í nóvember síðastliðnum og hefur þénað 40 þúsund krónur á 239 sýningargestum. Á sjö sýningum voru að jafnaði 34 áhorfendur.Í 16. sæti er heimildarmyndin Rúnturinn sem var frumsýnd í nóvember síðastliðnum. Myndin hefur þénað rúmar 36 þúsund krónur á 139 sýningargestum. Þegar þetta er ritað hefur myndin verið sýnd átta sinnum og voru 17 áhorfendur að jafnaði á hverri sýningu.Í 17. sæti er kvikmyndin Austur sem var frumsýnd í apríl árið 2015. Myndin var sýnd fjórum sinnum á þessu ári en skráðir áhorfendur á þeim sýningum eru tveir sem skilaði 3.200 krónum í tekjur.Uppfært: Upplýsingum um frumsýningu Hjartasteins var bætt við greinina. Fréttir ársins 2016 Menning Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2017: Ég man þig og Undir trénu með mikla yfirburði Myndirnar fóru báðar yfir Eiðinn sem var aðsóknarmest í fyrra. 8. desember 2017 10:30 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp
Eiðurinn er langvinsælasta íslenska bíómynd ársins og kemst engin önnur með tærnar þar sem hún hefur hælana. Þetta kemur fram í tölum sem FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, tók saman fyrir Vísi en þær ná yfir tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda hér á landi frá 1. janúar 2016 til dagsins í dag. Enn er eitthvað eftir af árinu og myndir á borð við Eiðinn, Grimmd og Innsæi enn í sýningu. Eina frumsýning sem eftir er á árinu er á kvikmyndinni Hjartasteini 28. desember næstkomandi. Hún nær því aðeins þremur dögum í sýningu og er því aðsóknin fyrir árið orðin nokkuð fastsett og ekki búist við stórvægilegum breytingum á þessum lista. Yfirburðir Eiðsins voru slíkir að 43 þúsund sáu þá mynd á meðan 40.629 sáu hinar myndirnar á listanum til samans.Í 1. sæti er sem fyrr segir Eiðurinn en frá því hún var frumsýnd í september síðastliðnum hefur hún þénað rúmar 63 milljónir króna á 43 þúsund gestum. 424 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og voru að jafnaði 101 á hverri sýningu. Í 2. sæti er kvikmyndin Grimmd sem hefur þénað 17,4 milljónir króna á 19.548 gestum frá því hún var frumsýnd í október síðastliðnum. Myndin hefur verið sýnd 207 sinnum í bíósal en að jafnaði voru 94 á hverri sýningu. Í 3. sæti er Fyrir framan annað fólk sem hefur þénað 14,6 milljónir króna á 10.891 gesti. 239 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og voru að jafnaði 46 á hverri þeirra. Myndin var frumsýnd í febrúar síðastliðnum. Í 4. sæti er heimildarmyndin Innsæi - The Sea Within en frá því myndin var frumsýnd í október síðastliðnum hefur hún þénað 3,1 milljón króna á 2.023 gestum. Myndin hefur verið sýnd 51 sinni í kvikmyndasal en að jafnaði voru 40 á hverri sýningu.Í 5. sæti var kvikmyndin Reykjavík. Hún þénaði 2,1 milljón króna á 2.569 gestum. 99 sýningar voru haldnar á myndinni og voru 26 að jafnaði á hverri sýningu. Myndin var frumsýnd í mars síðastliðnum. Í 6. sæti er heimildarmyndin Njósnir, lygar og fjölskyldubönd. Myndin var frumsýnd í febrúar síðastliðnum og þénaði 1,4 milljónir króna á 1.151 sýningargesti. Hún var sýnd 26 sinnum og mættu að jafnaði 44 á hverja sýningu.Í 7. sæti er kvikmyndin Hrútar en það ber að hafa í huga að myndin var frumsýnd í júní í fyrra. Þrátt fyrir það náðu Hrútar að draga 921 í bíó árið 2016 og náði því í tekjur upp á 1,1 milljón króna. Myndin var sýnd 22 sinnum á þessu ári og en að jafnaði voru 42 á hverri sýningu. Í 8. sæti er heimildarmyndin Ransacked sem var frumsýnd í október síðastliðnum. Myndin þénaði 900 þúsund krónur á 610 sýningargestum. Hún var sýnd 33 sinnum en að jafnaði mættu 18 á hverja sýningu.Í 9. sæti er heimildarmyndin Baskavígin. Myndin var frumsýnd í nóvember síðastliðnum og þénaði 729 þúsund á 718 sýningargestum. Myndin hefur verið sýnd 18 sinnum í bíó en að jafnaði voru 40 á hverri sýningu.Í 10. sæti var heimildarmyndin Yarn sem var frumsýnd í september síðastliðnum. Myndin þénaði 609 þúsund krónur á 454 sýningargestum. Hún var sýnd 20 sinnum og voru að jafnaði 23 á hverri sýningu.Í 11. sæti var Fúsi sem líkt og Hrútar var frumsýnd í fyrra. Hún var sýnd 102 sinnum árið 2016 og fékk til sín 347 gesti og hafði upp úr því 450 þúsund krónur. Að jafnaði voru 3 á hverri sýningu á þessu ári.Í 12. sæti var heimildarmyndin Úti að aka - Á reykspúandi kadilakk yfir Ameríku. Myndin var frumsýnd í maí síðastliðnum og þénaði 293 þúsund á 221 sýningargesti. Myndin var sýnd 17 sinnum og voru að jafnaði 13 á hverri sýningu.Í 13. sæti er myndin kvikmyndin Þrestir sem var frumsýnd í október árið 2015. Árið 2016 var hún sýnd þrisvar sinnum í bíó og voru að jafnaði 37 á hverri sýningu. Í heildina sáu 111 Þresti árið 2016 í bíó hér á landi og hafði myndin upp úr því 107 þúsund krónur í tekjur. Í 14. sæti er heimildarmyndin Keep Frozen. Hún var frumsýnd í maí síðastliðnum og þénaði 106 þúsund krónur á 341 sýningargesti. Hún var sýnd 15 sinnum en að jafnaði voru 23 á hverri sýningu.Í 15. sæti er heimildarmyndin Aumingja Ísland. Myndin var frumsýnd í nóvember síðastliðnum og hefur þénað 40 þúsund krónur á 239 sýningargestum. Á sjö sýningum voru að jafnaði 34 áhorfendur.Í 16. sæti er heimildarmyndin Rúnturinn sem var frumsýnd í nóvember síðastliðnum. Myndin hefur þénað rúmar 36 þúsund krónur á 139 sýningargestum. Þegar þetta er ritað hefur myndin verið sýnd átta sinnum og voru 17 áhorfendur að jafnaði á hverri sýningu.Í 17. sæti er kvikmyndin Austur sem var frumsýnd í apríl árið 2015. Myndin var sýnd fjórum sinnum á þessu ári en skráðir áhorfendur á þeim sýningum eru tveir sem skilaði 3.200 krónum í tekjur.Uppfært: Upplýsingum um frumsýningu Hjartasteins var bætt við greinina.
Íslenska bíóárið 2017: Ég man þig og Undir trénu með mikla yfirburði Myndirnar fóru báðar yfir Eiðinn sem var aðsóknarmest í fyrra. 8. desember 2017 10:30