Myndbandið var tekið upp í yfir 18 löndum og skartar nær 200 YouTube stjörnum.
„Damn Daniel,“ Pen-Pineapple-Apple-Pen, tónlistarmyndband Kanye West við lagið Famous og Lemonade plata Beyoncé eru meðal hápunktanna þetta árið og er myndbandið hið glæsilegasta.
Hljómsveitin Major Lazer sá um tónlistarvalið fyrir myndbandið og má heyra helstu smelli ársins frá Justin Bieber, Fifth Harmony og The Chainsmokers.
Annál YouTube má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.