S-Kórea sektar Volkswagen um 3,5 milljarða fyrir dísilvélasvindlið Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 10:09 Dísilvél í Volkswagen bíl. Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent