Frænkur fara ótroðnar slóðir í jólaskreytingum: Klósettburstar heilluðu Sigrúnu og Þórdísi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2016 10:45 Sigrún og Þórdís skemmta sér vel um hver einustu jól. „Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð. Jólafréttir Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð.
Jólafréttir Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira