Dani verður næsti fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2016 16:00 Thomas Bjorn með Ryder-bikarinn. Vísir/Getty Daninn Thomas Bjorn verður fyrirliði Ryder-liðs Evrópu þegar Ryder-bikarinn fer næst fram í París árið 2018. Thomas Bjorn hefur sjálfur unnið Ryder-bikarinn þrisvar sinnum sem leikmaður og þrisvar sinnum sem varafyrirliði. Hinn 45 ára gamli Thomas Bjorn verður aðeins fjórði maðurinn utan Bretlandseyja sem stýrir Evrópuliðinu. Hinir þrír eru Spánverjarnir Seve Ballesteros og Jose Maria Olazabal sem og Þjóðverjinn Bernhard Langer. Thomas Bjorn hreppti fyrirliðastöðuna á undan Paul Lawrie sem kom einnig til greina. Thomas Bjorn var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum 1997, 2002 og 2014 en hann hefur alls unnið fimmtán mót á Evrópumótaröðinni. Congratulations @thomasbjorngolf#RyderCup#TeamEuropeCaptainpic.twitter.com/yk2BFqZf2A — Justin Rose (@JustinRose99) December 6, 2016 Næsti Ryder-bikar fer fram árið 2018 á Le Golf National í Saint-Quentin-en-Yvelines sem er 25 kílómetra frá miðborg Parísar. Evrópa tapaði 17-11 á móti Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum fyrr á þessu ári en Evrópuliðið hafði áður unnið 2010, 2012 og 2014.Thomas Bjorn tekur við starfi Darren Clarke sem var fyrirliðinn í ár.No prizes for guessing @ThomasBjornGolf's favourite Ryder Cup moment? pic.twitter.com/YHWM0YRVY9— Ryder Cup Team EUR (@RyderCupEurope) December 6, 2016 Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Daninn Thomas Bjorn verður fyrirliði Ryder-liðs Evrópu þegar Ryder-bikarinn fer næst fram í París árið 2018. Thomas Bjorn hefur sjálfur unnið Ryder-bikarinn þrisvar sinnum sem leikmaður og þrisvar sinnum sem varafyrirliði. Hinn 45 ára gamli Thomas Bjorn verður aðeins fjórði maðurinn utan Bretlandseyja sem stýrir Evrópuliðinu. Hinir þrír eru Spánverjarnir Seve Ballesteros og Jose Maria Olazabal sem og Þjóðverjinn Bernhard Langer. Thomas Bjorn hreppti fyrirliðastöðuna á undan Paul Lawrie sem kom einnig til greina. Thomas Bjorn var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum 1997, 2002 og 2014 en hann hefur alls unnið fimmtán mót á Evrópumótaröðinni. Congratulations @thomasbjorngolf#RyderCup#TeamEuropeCaptainpic.twitter.com/yk2BFqZf2A — Justin Rose (@JustinRose99) December 6, 2016 Næsti Ryder-bikar fer fram árið 2018 á Le Golf National í Saint-Quentin-en-Yvelines sem er 25 kílómetra frá miðborg Parísar. Evrópa tapaði 17-11 á móti Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum fyrr á þessu ári en Evrópuliðið hafði áður unnið 2010, 2012 og 2014.Thomas Bjorn tekur við starfi Darren Clarke sem var fyrirliðinn í ár.No prizes for guessing @ThomasBjornGolf's favourite Ryder Cup moment? pic.twitter.com/YHWM0YRVY9— Ryder Cup Team EUR (@RyderCupEurope) December 6, 2016
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira