Nissan rafbílaframleiðandi ársins í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 13:56 Nissan e-NV200 Nissan hlaut á dögunum titilinn „Rafbílaframleiðandi ársins“ í Bretlandi (Electric Vehicle Manufacturer of the Year) annað árið í röð frá samtökunum GreenFleet sem starfa víða um heim. Í bæði skiptin féll titillinn Nissan í skaut vegna forystu sinnar í þróun og framleiðslu á rafbílum og einnig og síðast en ekki síst fyrir þann stuðning sem Nissan veitir samfélögum víða um heim sem stuðlar að aukinni sjálfbærni umhverfisins með notkun rafbíla. Við sama tækifæri voru þrír aðilar til viðbótar heiðraðir við verðlaunaafhendinguna sem allir hafa rafbíla frá Nissan í þjónustu sinni, en það voru fyrirtækið eConnect Taxis of London, Jersey Post og Cambridge University.Pósturinn á Jersey á rafmagnsbílum Fyrirtækið eConnect Cars starfrækir sífellt stærri flota af Nissan Leaf rafbílum sem fyrirtækið bæði leigir sem bílaleigubíla og rekur sem leigubíla. GreenFleet útnefndi fyrirtækið „Private Hire/Taxi Company of the Year.“ Póstfyrirtækið á eyjunni Jersey var útnefnt „Private Sector Fleet of the Year“ eftir að fyrirtækið tók í notkun fimmtán Nissan e-NV200 sendibíla til postdreifingar um eyjuna þar sem rúmlega eitt hundrað þúsund manns búa. Að lokum hlaut háskólinn í Cambridge titilinn „Public Sector Fleet of the Year“ fyrir innleiðingu á rafmagnsbílum í þjónustu háskólans, en bílarnir eru notaðir í sendiferðir með póst og önnur gögn milli þeirra tæplega 400 bygginga sem skólinn starfrækir í borginni. Skólinn hefur undanfarin fjögur ár rekið fimm e-NV200 sendibíla og er að undirbúa kaup á fleiri slíkum bílum. Háskólinn ber nú einnig titilinn „Go Ultra Low“ ásamt fjórum öðrum öðrum breskum háskólum fyrir markviss græn innkaup og fjárfestingar til að lækka umhverfisfótspor sín. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Nissan hlaut á dögunum titilinn „Rafbílaframleiðandi ársins“ í Bretlandi (Electric Vehicle Manufacturer of the Year) annað árið í röð frá samtökunum GreenFleet sem starfa víða um heim. Í bæði skiptin féll titillinn Nissan í skaut vegna forystu sinnar í þróun og framleiðslu á rafbílum og einnig og síðast en ekki síst fyrir þann stuðning sem Nissan veitir samfélögum víða um heim sem stuðlar að aukinni sjálfbærni umhverfisins með notkun rafbíla. Við sama tækifæri voru þrír aðilar til viðbótar heiðraðir við verðlaunaafhendinguna sem allir hafa rafbíla frá Nissan í þjónustu sinni, en það voru fyrirtækið eConnect Taxis of London, Jersey Post og Cambridge University.Pósturinn á Jersey á rafmagnsbílum Fyrirtækið eConnect Cars starfrækir sífellt stærri flota af Nissan Leaf rafbílum sem fyrirtækið bæði leigir sem bílaleigubíla og rekur sem leigubíla. GreenFleet útnefndi fyrirtækið „Private Hire/Taxi Company of the Year.“ Póstfyrirtækið á eyjunni Jersey var útnefnt „Private Sector Fleet of the Year“ eftir að fyrirtækið tók í notkun fimmtán Nissan e-NV200 sendibíla til postdreifingar um eyjuna þar sem rúmlega eitt hundrað þúsund manns búa. Að lokum hlaut háskólinn í Cambridge titilinn „Public Sector Fleet of the Year“ fyrir innleiðingu á rafmagnsbílum í þjónustu háskólans, en bílarnir eru notaðir í sendiferðir með póst og önnur gögn milli þeirra tæplega 400 bygginga sem skólinn starfrækir í borginni. Skólinn hefur undanfarin fjögur ár rekið fimm e-NV200 sendibíla og er að undirbúa kaup á fleiri slíkum bílum. Háskólinn ber nú einnig titilinn „Go Ultra Low“ ásamt fjórum öðrum öðrum breskum háskólum fyrir markviss græn innkaup og fjárfestingar til að lækka umhverfisfótspor sín.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent