Lokka fólk með ljúfum serenöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2016 11:30 Kvöldlokkur á jólaföstu er árviss viðburður og Einar Jóhannesson er meðal þeirra sem spilar á þeim tónleikum í kvöld í 36. sinn. Visir/GVA „Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira