Volkswagen Atlas líka fyrir Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2016 15:01 Volkswagen ákvað að smíða nýja Atlas jeppann fyrir Bandaríkjamarkað og Kína, en nú kemur sterklega til greina að bjóða hann einnig í völdum Evrópulöndum. Reyndar hafði Volkswagen ákveðið að bjóða þennan 7 sæta jeppa í Rússlandi. Atlas er stór og langur jeppi sem Volkswagen hafði skilgreint sem of stóran bíl, ekki síst fyrir bílskúra í Evrópu og að hann ætti ekki mikið erindi til flestra Evrópulanda. Svo virðist þó sem mikill þrýstingur hafi myndast hjá Volkswagen að bjóða hann í nokkrum Evrópulöndum og líklegt þykir nú að svo gæti orðið. Jeppinn stóri verður framleiddur í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. í verksmiðju Volkswagen í Chattanooga og þar er svo mikil framleiðslugeta að hægðarleikur á að vera að framleiða meira af honum en upphaflega stóð til. Atlas fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor og verður þar í boði með 238 og 280 hestafla dísilvélum, en í Evrópu yrði hann aðallega í boði með 2,0 lítra TDI dísilvélinni, 190 hestöfl. Með minni vélinni í Bandaríkjunum fæst bíllinn aðeins framhjóladrifinn, en verður í boði fjórhjóladrifinn með stærri vélinni, sem er 3,6 lítra og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Verð Atlas hefur ekki verið gefið upp en hann á að verða umtalsvert ódýrari en Volkswagen Touareg sem kostar 49.495 dollara vestanhafs. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Volkswagen ákvað að smíða nýja Atlas jeppann fyrir Bandaríkjamarkað og Kína, en nú kemur sterklega til greina að bjóða hann einnig í völdum Evrópulöndum. Reyndar hafði Volkswagen ákveðið að bjóða þennan 7 sæta jeppa í Rússlandi. Atlas er stór og langur jeppi sem Volkswagen hafði skilgreint sem of stóran bíl, ekki síst fyrir bílskúra í Evrópu og að hann ætti ekki mikið erindi til flestra Evrópulanda. Svo virðist þó sem mikill þrýstingur hafi myndast hjá Volkswagen að bjóða hann í nokkrum Evrópulöndum og líklegt þykir nú að svo gæti orðið. Jeppinn stóri verður framleiddur í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. í verksmiðju Volkswagen í Chattanooga og þar er svo mikil framleiðslugeta að hægðarleikur á að vera að framleiða meira af honum en upphaflega stóð til. Atlas fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor og verður þar í boði með 238 og 280 hestafla dísilvélum, en í Evrópu yrði hann aðallega í boði með 2,0 lítra TDI dísilvélinni, 190 hestöfl. Með minni vélinni í Bandaríkjunum fæst bíllinn aðeins framhjóladrifinn, en verður í boði fjórhjóladrifinn með stærri vélinni, sem er 3,6 lítra og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Verð Atlas hefur ekki verið gefið upp en hann á að verða umtalsvert ódýrari en Volkswagen Touareg sem kostar 49.495 dollara vestanhafs.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent