Er aftur farið að líða eins og rakettu Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. desember 2016 11:00 Emilíana Torrini hefur ekki verið með band síðustu ár en hefur flakkað á milli verkefna sem henni þykja spennandi. NordicPhotos/Getty Emilíana Torrini og hljómsveitin Colorist Orchestra gefa út þann 9. desember plötu með níu lögum Emilíönu í nýjum útgáfum. Á plötunni verða tvö ný lög – annað lagið er When we dance sem gert hefur verið myndband við og er tekið upp með Colorist Orchestra.Langar að líða aftur eins og rakettu „Það var langur aðdragandi að því að við fórum að vinna saman. Þegar ég var að túra með Tookah, mína síðustu plötu, þá var ég komin með algjört ógeð á þessum ramma sem ég var í – ég hafði alltaf hugsað með mér að ef ég væri á sviði að hugsa um eitthvað annað þá ætti ég bara að hætta. Á þessum tímapunkti var ég komin þangað, var bara að hugsa um að þvo bílinn minn eða eitthvað allt allt annað. Ég var ekki að fá neitt kikk út úr þessu lengur og mig langaði til að líða aftur eins og rakettu og tryllast úr gleði á sviðinu. Um leið og maður sendir svona út í geiminn þá kemur eitthvað til baka, kannski ekki alveg það sem maður hélt, en það kemur. Ég var búin að fá fullt af símhringingum frá fólki sem hafði í raun aldrei hlustað á mig, en einhver hafði bent því á mig og það vildi vinna með mér eða útsetja lögin öðruvísi með mér. Einn vildi gera strengjakvintetts-útsetningar á lögunum og mér fannst það frábært og sagði: „Veldu lögin, gerðu settlista með lögunum og gerðu það sem þú vilt við þau – ég kem svo bara og syng.“ Síðan fór ég mánuði síðar að hitta hann og þá var enginn strengjakvintett heldur bara experimental djasshljómsveit. Mér fannst þetta svo fyndið og ég sagði bara: „Gerum þetta.“ Ég fann aftur þessa rakettutilfinningu, að vera á tánum og vita ekkert hvað er að fara að gerast. Síðan þá hef ég verið að vinna svona – fólk hringir í mig og ef það virðist áhugavert segi ég já. Ég vil leyfa fólki að vera frjálst, ég er ekkert að stjórna hvaða lög eru tekin og stundum eru þetta ekki lögin sem ég mundi velja. Það er svo gaman að gefa fólki frelsi til að gera það sem það vill og þá kemur alltaf svo gott út úr þessu. 99% af þessum giggum hafa verið „amazing“.Colorist Orchestra er ansi stór hljómsveit sem spilar mikið til á heimagerð hljóðfæri.Stórsveit með heimagerð hljóðfæri „Þegar Colorist Orchestra hringir þá er ég til, en ég geri mér ekki grein fyrir hvað þeir eru að fara að setja mikla vinnu í þetta. Þeir eru alltaf að senda mér tónlistina en ég hlustaði aldrei á hana því að ég var svo hrædd um að þá færi ég að skipta mér af. Síðan mætti ég tveimur dögum fyrir fyrstu tónleikana og fékk smá sjokk því að þetta er risa band með heimagerð hljóðfæri. En ég varð bara ástfangin af þessu settöppi. Þeir eru bara búnir að leggja svo mikla vinnu í þetta – þetta er alveg ársvinna, hver einasti taktur er skrifaður niður og það er ekkert improv. Það er líka hvernig þeir sjá lífið, hvernig þeir lifa lífinu og hvernig þeir eru – það er bara heiður að vera í kringum svona fólk. Þeir eru í kreatívu flæði og þetta er nærandi fólk og nærandi umhverfi. Eftir þessa fimm tónleika langaði mig ekki til að hætta. Það er svo sjaldan sem maður finnur fólk þar sem kemistrían er eins og maður hafi alltaf þekkst, alltaf verið að gera tónlist saman. Við ákváðum svo að gefa út „live“ plötu því að það var leiðinlegt að fólk fengi ekki að upplifa tónleikana. Ég hefði alveg viljað að þeir hefðu pródúserað eina plötu alveg frumsamda. Þegar við sömdum okkar fyrsta lag hugsaði ég: Sjitt, við hefðum átt að gera plötu,“ segir hún hlæjandi, „en þetta er bara prójekt hjá þeim, þeir eru ekki að fara að festa sig með einni manneskju. Þeir gera næsta verkefni með einhverjum öðrum listamanni,“ segir Emilíana en hún mun túra um Evrópu á næstunni með bandinu áður en leiðir skilja og hún vindur sér í aðra hluti.Tónlist til að teikna við „Fyrir utan túr með Colorist Orchestra er ég að fara að gefa út plötu sem ég gerði með Kid Koala sem við sömdum fyrir löngu síðan. Það er tónlist til að teikna við, hún er gerð til að trufla þig ekki á meðan þú vinnur. Ætli maður sé ekki að reyna að brjóta einhvern ramma sem maður hefur verið í og ég er að reyna að gera eitthvað allt annað. Það er svo mikill leiðangur sem er hægt að fara í, maður er með fullan poka af lærdómi og efni og núna getur maður farið að hrista hann og gera eitthvað sem maður hefur ekki gert áður,“ svarar Emilíana um hvað sé fram undan hjá henni. Það verður spennandi að fylgjast með hvað kemur úr pokahorninu hjá henni á næstunni. Tónlist Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Emilíana Torrini og hljómsveitin Colorist Orchestra gefa út þann 9. desember plötu með níu lögum Emilíönu í nýjum útgáfum. Á plötunni verða tvö ný lög – annað lagið er When we dance sem gert hefur verið myndband við og er tekið upp með Colorist Orchestra.Langar að líða aftur eins og rakettu „Það var langur aðdragandi að því að við fórum að vinna saman. Þegar ég var að túra með Tookah, mína síðustu plötu, þá var ég komin með algjört ógeð á þessum ramma sem ég var í – ég hafði alltaf hugsað með mér að ef ég væri á sviði að hugsa um eitthvað annað þá ætti ég bara að hætta. Á þessum tímapunkti var ég komin þangað, var bara að hugsa um að þvo bílinn minn eða eitthvað allt allt annað. Ég var ekki að fá neitt kikk út úr þessu lengur og mig langaði til að líða aftur eins og rakettu og tryllast úr gleði á sviðinu. Um leið og maður sendir svona út í geiminn þá kemur eitthvað til baka, kannski ekki alveg það sem maður hélt, en það kemur. Ég var búin að fá fullt af símhringingum frá fólki sem hafði í raun aldrei hlustað á mig, en einhver hafði bent því á mig og það vildi vinna með mér eða útsetja lögin öðruvísi með mér. Einn vildi gera strengjakvintetts-útsetningar á lögunum og mér fannst það frábært og sagði: „Veldu lögin, gerðu settlista með lögunum og gerðu það sem þú vilt við þau – ég kem svo bara og syng.“ Síðan fór ég mánuði síðar að hitta hann og þá var enginn strengjakvintett heldur bara experimental djasshljómsveit. Mér fannst þetta svo fyndið og ég sagði bara: „Gerum þetta.“ Ég fann aftur þessa rakettutilfinningu, að vera á tánum og vita ekkert hvað er að fara að gerast. Síðan þá hef ég verið að vinna svona – fólk hringir í mig og ef það virðist áhugavert segi ég já. Ég vil leyfa fólki að vera frjálst, ég er ekkert að stjórna hvaða lög eru tekin og stundum eru þetta ekki lögin sem ég mundi velja. Það er svo gaman að gefa fólki frelsi til að gera það sem það vill og þá kemur alltaf svo gott út úr þessu. 99% af þessum giggum hafa verið „amazing“.Colorist Orchestra er ansi stór hljómsveit sem spilar mikið til á heimagerð hljóðfæri.Stórsveit með heimagerð hljóðfæri „Þegar Colorist Orchestra hringir þá er ég til, en ég geri mér ekki grein fyrir hvað þeir eru að fara að setja mikla vinnu í þetta. Þeir eru alltaf að senda mér tónlistina en ég hlustaði aldrei á hana því að ég var svo hrædd um að þá færi ég að skipta mér af. Síðan mætti ég tveimur dögum fyrir fyrstu tónleikana og fékk smá sjokk því að þetta er risa band með heimagerð hljóðfæri. En ég varð bara ástfangin af þessu settöppi. Þeir eru bara búnir að leggja svo mikla vinnu í þetta – þetta er alveg ársvinna, hver einasti taktur er skrifaður niður og það er ekkert improv. Það er líka hvernig þeir sjá lífið, hvernig þeir lifa lífinu og hvernig þeir eru – það er bara heiður að vera í kringum svona fólk. Þeir eru í kreatívu flæði og þetta er nærandi fólk og nærandi umhverfi. Eftir þessa fimm tónleika langaði mig ekki til að hætta. Það er svo sjaldan sem maður finnur fólk þar sem kemistrían er eins og maður hafi alltaf þekkst, alltaf verið að gera tónlist saman. Við ákváðum svo að gefa út „live“ plötu því að það var leiðinlegt að fólk fengi ekki að upplifa tónleikana. Ég hefði alveg viljað að þeir hefðu pródúserað eina plötu alveg frumsamda. Þegar við sömdum okkar fyrsta lag hugsaði ég: Sjitt, við hefðum átt að gera plötu,“ segir hún hlæjandi, „en þetta er bara prójekt hjá þeim, þeir eru ekki að fara að festa sig með einni manneskju. Þeir gera næsta verkefni með einhverjum öðrum listamanni,“ segir Emilíana en hún mun túra um Evrópu á næstunni með bandinu áður en leiðir skilja og hún vindur sér í aðra hluti.Tónlist til að teikna við „Fyrir utan túr með Colorist Orchestra er ég að fara að gefa út plötu sem ég gerði með Kid Koala sem við sömdum fyrir löngu síðan. Það er tónlist til að teikna við, hún er gerð til að trufla þig ekki á meðan þú vinnur. Ætli maður sé ekki að reyna að brjóta einhvern ramma sem maður hefur verið í og ég er að reyna að gera eitthvað allt annað. Það er svo mikill leiðangur sem er hægt að fara í, maður er með fullan poka af lærdómi og efni og núna getur maður farið að hrista hann og gera eitthvað sem maður hefur ekki gert áður,“ svarar Emilíana um hvað sé fram undan hjá henni. Það verður spennandi að fylgjast með hvað kemur úr pokahorninu hjá henni á næstunni.
Tónlist Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira