Tiger ánægður þrátt fyrir misjafnt gengi um helgina Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. desember 2016 22:30 Tiger var að vanda í rauðu á sunnudegi móts Vísir/Getty Tiger Woods hafnaði í 15. sæti á Heros World Challenge-mótinu á Bahama sem kláraðist nú í kvöld en þetta var fyrsta mótið sem hann klárar í sextán mánuði. Tiger sem er gestgjafi þessa árlega móts byrjaði af krafti og sýndi á köflum gamalkunna takta, sérstaklega á fyrstu hringjunum en hann lék á fjórum höggum yfir pari á lokadeginum. Lauk hann leik á fjórum höggum undir pari, 14 höggum á eftir japanska kylfingnum Hideki Matsuyama sem stóð uppi sem sigurvegari í kvöld. Woods sem var elsti kylfingurinn á mótinu fékk flesta fugla mótsins (24) en átti einnig slakasta hring mótsins í dag en hann vildi ekki greina frá því hvenær hann ætlaði að taka þátt í móti næst. „Það var gaman að fá alla þessa fugla, mér fannst það takast vel en svo gerði ég oft á tíðum barnaleg mistök. Ég spilaði par 4 holurnar einfaldlega hrikalega,“ sagði Woods sem segist vera að spila á nýjan máta: „Þetta er allt saman nýtt fyrir mér á ný, að spila og finna fyrir adrenalíninu í blóðinu. Það var margt jákvætt í þessu og ég get unnið í því sem fór úrskeiðis.“ Tiger var ekki tilbúinn að tjá sig um næsta tímabil. „Mig dreymir um að spila á öllum mótum á næsta tímabili en ég þarf að skoða þetta. Ég mun setjast niður með sjúkraþjálfara mínum og reyna að styrkja mig og sjá til eftir það.“ Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods hafnaði í 15. sæti á Heros World Challenge-mótinu á Bahama sem kláraðist nú í kvöld en þetta var fyrsta mótið sem hann klárar í sextán mánuði. Tiger sem er gestgjafi þessa árlega móts byrjaði af krafti og sýndi á köflum gamalkunna takta, sérstaklega á fyrstu hringjunum en hann lék á fjórum höggum yfir pari á lokadeginum. Lauk hann leik á fjórum höggum undir pari, 14 höggum á eftir japanska kylfingnum Hideki Matsuyama sem stóð uppi sem sigurvegari í kvöld. Woods sem var elsti kylfingurinn á mótinu fékk flesta fugla mótsins (24) en átti einnig slakasta hring mótsins í dag en hann vildi ekki greina frá því hvenær hann ætlaði að taka þátt í móti næst. „Það var gaman að fá alla þessa fugla, mér fannst það takast vel en svo gerði ég oft á tíðum barnaleg mistök. Ég spilaði par 4 holurnar einfaldlega hrikalega,“ sagði Woods sem segist vera að spila á nýjan máta: „Þetta er allt saman nýtt fyrir mér á ný, að spila og finna fyrir adrenalíninu í blóðinu. Það var margt jákvætt í þessu og ég get unnið í því sem fór úrskeiðis.“ Tiger var ekki tilbúinn að tjá sig um næsta tímabil. „Mig dreymir um að spila á öllum mótum á næsta tímabili en ég þarf að skoða þetta. Ég mun setjast niður með sjúkraþjálfara mínum og reyna að styrkja mig og sjá til eftir það.“
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira