Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 08:16 Ólafía Þórunn er í góðum gír fyrir lokahringinn. Mynd/Golfsamband Íslands Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er nú einungis einum hring frá því að tryggja sig inn á stærstu kvennamótaröð heims í golfi. Ólafía leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að hún hefji leik um klukkan 14:30 en til að vinna sér fullan keppnisrétt á mótinu þarf hún að enda meðal tuttugu efstu kylfinganna eftir daginn. Í samtali við golf.is segist Ólafíu líða vel fyrir lokadaginn, eins og fyrir hina daga. „Ég reyni að hugsa sem minnst um golf eftir hringina og ég vinn með hugarþjálfunarverkefni á kvöldin,“ segir Ólafía við golf.is þegar hún var innt eftir því hvernig hún hafði undirbúið sig fyrir síðasta hring.Ólafía @olafiakri hefur leik kl 14:31 á sunnudaginn á lokahringnum á lokaúrtökumótinu fyrir @LPGA pic.twitter.com/vJrP7CqLkT— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016 „Mér líður vel og þessi hringur var mjög svipaður og hinir, var með 27 pútt. Planið fyrir lokahringinn er að vera andlega sterk og þolinmóð,“ segir Ólafía.Sjá einnig: Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu?Það er vart annað hægt að segja en að Ólafía sé í ágætri stöðu fyrir daginn. Hún er í öðru sæti með -13, tveimur höggum á eftir Jaye Marie Green, og með níu högga forskot á fjóra kylfinga sem deila 19. sæti fyrir lokahringinn. Það er þó ekkert í hendi ennþá enda hefur það sýnt sig á þessum mótum að hlutirnir eru fljótir að breytast. Þarf ekki að fara lengra en að skoða frammistöðuna sem Ólafía sýndi á öðrum degi þegar hún lyfti sér upp um 62. sæti og blandaði sér í toppbaráttuna. Sem fyrr segir mun Ólafía hefja leik klukkan 14:30 í dag og mun Vísir greina frá gangi mála á lokahringnum. Hér að neðan má sjá þegar Ólafía púttaði fyrir fugli á 18. holu í gær.Hér púttar Ólafía fyrir fugli á 18......lokahola dagsins.. https://t.co/T9k7xxTVq5 pic.twitter.com/aYwA2Ap5RR— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016 Golf Tengdar fréttir Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er nú einungis einum hring frá því að tryggja sig inn á stærstu kvennamótaröð heims í golfi. Ólafía leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að hún hefji leik um klukkan 14:30 en til að vinna sér fullan keppnisrétt á mótinu þarf hún að enda meðal tuttugu efstu kylfinganna eftir daginn. Í samtali við golf.is segist Ólafíu líða vel fyrir lokadaginn, eins og fyrir hina daga. „Ég reyni að hugsa sem minnst um golf eftir hringina og ég vinn með hugarþjálfunarverkefni á kvöldin,“ segir Ólafía við golf.is þegar hún var innt eftir því hvernig hún hafði undirbúið sig fyrir síðasta hring.Ólafía @olafiakri hefur leik kl 14:31 á sunnudaginn á lokahringnum á lokaúrtökumótinu fyrir @LPGA pic.twitter.com/vJrP7CqLkT— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016 „Mér líður vel og þessi hringur var mjög svipaður og hinir, var með 27 pútt. Planið fyrir lokahringinn er að vera andlega sterk og þolinmóð,“ segir Ólafía.Sjá einnig: Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu?Það er vart annað hægt að segja en að Ólafía sé í ágætri stöðu fyrir daginn. Hún er í öðru sæti með -13, tveimur höggum á eftir Jaye Marie Green, og með níu högga forskot á fjóra kylfinga sem deila 19. sæti fyrir lokahringinn. Það er þó ekkert í hendi ennþá enda hefur það sýnt sig á þessum mótum að hlutirnir eru fljótir að breytast. Þarf ekki að fara lengra en að skoða frammistöðuna sem Ólafía sýndi á öðrum degi þegar hún lyfti sér upp um 62. sæti og blandaði sér í toppbaráttuna. Sem fyrr segir mun Ólafía hefja leik klukkan 14:30 í dag og mun Vísir greina frá gangi mála á lokahringnum. Hér að neðan má sjá þegar Ólafía púttaði fyrir fugli á 18. holu í gær.Hér púttar Ólafía fyrir fugli á 18......lokahola dagsins.. https://t.co/T9k7xxTVq5 pic.twitter.com/aYwA2Ap5RR— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016
Golf Tengdar fréttir Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira
Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15