Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. desember 2016 20:15 Ólafía er í góðri stöðu. mynd/let Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira