Gæti haft garðpartí og grill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 08:15 “Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,” segir Hálfdán sem vinnur á efstu hæð við Austurstræti. Vísir/GVA Þetta var planað. Það var fyrir löngu búið að stilla himintunglin þannig að 3. desember 2016 dytti á laugardag. Ótrúlega þægilegt, líka þegar veðráttan er eins og hún er, ég gæti verið með garðpartí og grill. Kannski endar það þannig,“ segir Hálfdán Steinþórsson, framkvæmdastjóri í GoMobil, þegar haft er á orði að hann sé heppinn að fertugsafmælið hans hitti á helgi. Hann kveðst ætla að vera með þægilegan hitting heima fyrir og bjóða sínu uppáhaldsfólki í mat og drykk, og uppáhaldsfólkið hans Hálfdáns er um 60 til 70 manns. Hálfdán stofnaði fyrirtækið GoMobile árið 2012, það er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort og snýst um tryggðarkerfi Símans. „Áður stofnuðum við Hringtorg og Bláa kortið með Arion banka,“ upplýsir hann. „Erum fimm saman að vinna hér á efstu hæð í Austurstrætinu og horfum niður á Alþingishúsið.“ Blaðamaður er illa að sér í svona tryggðarlausnum og leiðir talið að uppruna afmælisbarnsins. „Ég er fæddur austur í Neskaupstað og átti heima þar fyrstu 18 árin,“ segir Hálfdán og bætir við stoltur: „Það er eins og að eiga 1.500 manna fjölskyldu að hafa alist upp þar. Ég var með sama hópnum í skóla frá leikskóla og upp úr og er næstsíðastur til að halda upp á fertugsafmælið. Finnst frábært núna að hafa fæðst svona seint á árinu!“ Líkt og margir ungir menn í sjávarplássum byrjaði Hálfdán á sjó 15 ára. Fór á togara og fannst það merkileg lífsreynsla. „Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,“ segir hann. „Svo var þetta eins og víða á litlum stöðum, hljómsveitarstúss og stuð. Neskaupstaður hafði upp á ótrúlega gott menningar-og mannlíf að bjóða. Plötubúðin Tónspil var hjartað í bænum, með gríðarlegt úrval af tónlist.“ Hálfdán var sjónvarpsstjarna í nokkur ár eftir að Skjár einn fór í loftið. „Það var ævintýri að fylgjast með því apparati frá fyrstu dögum,“ rifjar hann upp. „Ég var bæði í þáttagerð og auglýsingum, það fengu allir að gera allt. Þetta var stórkostlegt tímabil. Svo tók ég nokkra vetur með Völu Matt í sjónvarpinu. Mér er minnisstætt þegar ég hafði nýlokið einum slíkum vetri og réð mig á skipið Örfirisey um sumarið. Þegar ég stíg um borð með stígvélin og gallann stendur þar fullorðinn maður og segir þessa gullfallegu setningu: „Hver andskotinn, Vala Matt?“ Lífsstílsþáttur og sjómennska blandaðist ekki sérlega vel saman!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016. Lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Þetta var planað. Það var fyrir löngu búið að stilla himintunglin þannig að 3. desember 2016 dytti á laugardag. Ótrúlega þægilegt, líka þegar veðráttan er eins og hún er, ég gæti verið með garðpartí og grill. Kannski endar það þannig,“ segir Hálfdán Steinþórsson, framkvæmdastjóri í GoMobil, þegar haft er á orði að hann sé heppinn að fertugsafmælið hans hitti á helgi. Hann kveðst ætla að vera með þægilegan hitting heima fyrir og bjóða sínu uppáhaldsfólki í mat og drykk, og uppáhaldsfólkið hans Hálfdáns er um 60 til 70 manns. Hálfdán stofnaði fyrirtækið GoMobile árið 2012, það er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort og snýst um tryggðarkerfi Símans. „Áður stofnuðum við Hringtorg og Bláa kortið með Arion banka,“ upplýsir hann. „Erum fimm saman að vinna hér á efstu hæð í Austurstrætinu og horfum niður á Alþingishúsið.“ Blaðamaður er illa að sér í svona tryggðarlausnum og leiðir talið að uppruna afmælisbarnsins. „Ég er fæddur austur í Neskaupstað og átti heima þar fyrstu 18 árin,“ segir Hálfdán og bætir við stoltur: „Það er eins og að eiga 1.500 manna fjölskyldu að hafa alist upp þar. Ég var með sama hópnum í skóla frá leikskóla og upp úr og er næstsíðastur til að halda upp á fertugsafmælið. Finnst frábært núna að hafa fæðst svona seint á árinu!“ Líkt og margir ungir menn í sjávarplássum byrjaði Hálfdán á sjó 15 ára. Fór á togara og fannst það merkileg lífsreynsla. „Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,“ segir hann. „Svo var þetta eins og víða á litlum stöðum, hljómsveitarstúss og stuð. Neskaupstaður hafði upp á ótrúlega gott menningar-og mannlíf að bjóða. Plötubúðin Tónspil var hjartað í bænum, með gríðarlegt úrval af tónlist.“ Hálfdán var sjónvarpsstjarna í nokkur ár eftir að Skjár einn fór í loftið. „Það var ævintýri að fylgjast með því apparati frá fyrstu dögum,“ rifjar hann upp. „Ég var bæði í þáttagerð og auglýsingum, það fengu allir að gera allt. Þetta var stórkostlegt tímabil. Svo tók ég nokkra vetur með Völu Matt í sjónvarpinu. Mér er minnisstætt þegar ég hafði nýlokið einum slíkum vetri og réð mig á skipið Örfirisey um sumarið. Þegar ég stíg um borð með stígvélin og gallann stendur þar fullorðinn maður og segir þessa gullfallegu setningu: „Hver andskotinn, Vala Matt?“ Lífsstílsþáttur og sjómennska blandaðist ekki sérlega vel saman!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016.
Lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira