Þrír mætir konfektmolar 1. desember 2016 12:00 Konfektgerð er vinsæl á aðventunni. Hér er girnilegur konfektmoli úr smiðju Halldórs. Mynd/Eyþór Konfektgerð fyrir jólin verður æ algengari og margir taka slíkt dúllerí fram yfir smákökubakstur. Fjórir súkkulaðispekúlantar gefa hér þrjár uppskriftir að ljúffengum molum sem gaman er að föndra fyrir fjölskyldu og vini á aðventunni.Halldór Kristján Sigurðsson konditori.Mynd/EyþórSætt og salt Halldór Kristján Sigurðsson konditor hefur kennt konfektgerð fyrir jólin í nítján ár og heldur því ótrauður áfram þetta árið en von er á 400 nemendur á 30 námskeið. Halldór gefur uppskrift að mola sem hefur verið hvað vinsælastur á námskeiðum hans. Hann má móta í hvaða form sem er eða jafnvel nota sem fyllingu.3x55 g Siríus súkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti75 g grófhakkaðar tamari ristaðar möndlur60 g rjómiBræðið súkkulaðið og hitið rjóma upp að suðumarki. Hellið síðan rjómanum í súkkulaðið í litlum skömmtum. Setjið því næst möndlurnar í, kælið. Hægt er að forma þessa blöndu að vild þegar hún er orðin köld. Til dæmis rúlla með kökukefli og skera í ferkanntaða mola, en einfaldast er að gera kúlur og dífa síðan í súkkulaðið.Moli með tvenns konar fyllingu frá Reyni í Omnom.Mynd/ErnirTvær ólíkar fyllingar Reynir Grétarsson er hjá Omnom súkkulaðigerðinni ákvað að þróa dökkan konfektmola með skel úr Madagascar súkkulaðinu frá Omnom. Inn í honum er tvískipt fylling, annars vegar kirsuberjahlaup og hins vegar mjúk kramella með koníaki. Hugmyndina fékk Reynir frá jólaboði ömmu sinnar þar sem ávallt var boðið upp á ris a la mande með kirsuberjasósu og karamellusósu. Síðan bætti hann við koníaki til að gefa molanum meiri karakter.Í skelina notaði Reynir Madagascar-súkkulaðið frá Omnom. Mynd/ErnirSkelMadagaskar súkkulaði frá OmnomKirsuberja fylling/sulta:140 g kirsuberjapúrra (eða sykurlaus kirsuberjasafi)80 g sykur1,5 g gellan (frá SOSA, fæst í Garra. Einnig hægt að nota 14 g pectin) Sykri og gellan blandað saman. Því er síðan blandað við kirsuberjapúrruna og soðið í 1 mínútu, hrært vel á meðan. Koníak karamella100 g sykur60 g glúkósi200 g rjómi50 g koníak10 g smjörSykur karamellaður í þykkbotna potti, glúkósa bætt við. Rjóminn er hitaður og helt volgum yfir karamelluna og hrært vel á meðan. Gott er að hafa karamelluna á volgri hellu á meðan þetta er gert og passa vel að sykurinn kristallist ekki. Soðið í ca 1 mínútu og koníaki bætt við og soðið í aðra mínútu. Smjöri við stofuhita hrært saman við.Þegar konfekt molarnir eru síðan fylltir er gott að sprauta kirsuberjafyllingunni fyrst og leyfa henni að standa í um 2 tíma áður en karamellunni er sprautað í. Einnig verður að passa að hafa hana ekki of heita svo súkkulaðið bráðni ekki. Gott er að láta fyllingarnar báðar sitja í molanum í amk 12 klst áður en lokað er með Madagascar súkkulaði.Rólódýrð systranna hjá Alltí köku.Mynd ErnirRólódýrð Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp Gústafsdóttir hjá Allt í köku þróuðu saman konfektmolann Rólódýrð þegar þær unnu að Afmælisveislubók Disney árið 2013. Markmiðið var að búa til mola sem börn og fullorðnir gætu gert í sameiningu og notið að sama skapi. Uppskriftin er því einfölt. Molinn geymist í allt að 2 vikur í kæli en reynsla þeirra systra er sú að þeir stoppa aldrei svo lengi.Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp hönnuðu konfektmolann í semeiningu.Mynd/Gassi1 pakki Bastogne kex frá LU100 g smjör400 g Róló100 ml rjómi200 g rjómasúkkulaðiSetjið lítil muffinsform í mini muffinspönnu, eða smjörpappír í 26 cm bökunarmót. Myljið LU kexið og þrýstið ofan í mótin. Bræðið smjörið og hellið yfir kexið. Notið flatt áhald til þess að þjappa botninn vel. Setjið Rólo og rjóma í pott og bræðið. Hellið yfir kexbotninn og kælið. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir karamelluna. Kælið. Takið molana úr mótunum eða losið úr stóra mótinu og skerið í bita. Geymist í kæli í allt að 2 vikur. Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Jólanóttin Jól Nótur fyrir píanó Jól Millisterkt lakkríssinnep Jól Nú skal segja Jól Rúsínukökur Jólin Auðvelt að finna réttu gjöfina Jól 15 metra hermaður Jól
Konfektgerð fyrir jólin verður æ algengari og margir taka slíkt dúllerí fram yfir smákökubakstur. Fjórir súkkulaðispekúlantar gefa hér þrjár uppskriftir að ljúffengum molum sem gaman er að föndra fyrir fjölskyldu og vini á aðventunni.Halldór Kristján Sigurðsson konditori.Mynd/EyþórSætt og salt Halldór Kristján Sigurðsson konditor hefur kennt konfektgerð fyrir jólin í nítján ár og heldur því ótrauður áfram þetta árið en von er á 400 nemendur á 30 námskeið. Halldór gefur uppskrift að mola sem hefur verið hvað vinsælastur á námskeiðum hans. Hann má móta í hvaða form sem er eða jafnvel nota sem fyllingu.3x55 g Siríus súkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti75 g grófhakkaðar tamari ristaðar möndlur60 g rjómiBræðið súkkulaðið og hitið rjóma upp að suðumarki. Hellið síðan rjómanum í súkkulaðið í litlum skömmtum. Setjið því næst möndlurnar í, kælið. Hægt er að forma þessa blöndu að vild þegar hún er orðin köld. Til dæmis rúlla með kökukefli og skera í ferkanntaða mola, en einfaldast er að gera kúlur og dífa síðan í súkkulaðið.Moli með tvenns konar fyllingu frá Reyni í Omnom.Mynd/ErnirTvær ólíkar fyllingar Reynir Grétarsson er hjá Omnom súkkulaðigerðinni ákvað að þróa dökkan konfektmola með skel úr Madagascar súkkulaðinu frá Omnom. Inn í honum er tvískipt fylling, annars vegar kirsuberjahlaup og hins vegar mjúk kramella með koníaki. Hugmyndina fékk Reynir frá jólaboði ömmu sinnar þar sem ávallt var boðið upp á ris a la mande með kirsuberjasósu og karamellusósu. Síðan bætti hann við koníaki til að gefa molanum meiri karakter.Í skelina notaði Reynir Madagascar-súkkulaðið frá Omnom. Mynd/ErnirSkelMadagaskar súkkulaði frá OmnomKirsuberja fylling/sulta:140 g kirsuberjapúrra (eða sykurlaus kirsuberjasafi)80 g sykur1,5 g gellan (frá SOSA, fæst í Garra. Einnig hægt að nota 14 g pectin) Sykri og gellan blandað saman. Því er síðan blandað við kirsuberjapúrruna og soðið í 1 mínútu, hrært vel á meðan. Koníak karamella100 g sykur60 g glúkósi200 g rjómi50 g koníak10 g smjörSykur karamellaður í þykkbotna potti, glúkósa bætt við. Rjóminn er hitaður og helt volgum yfir karamelluna og hrært vel á meðan. Gott er að hafa karamelluna á volgri hellu á meðan þetta er gert og passa vel að sykurinn kristallist ekki. Soðið í ca 1 mínútu og koníaki bætt við og soðið í aðra mínútu. Smjöri við stofuhita hrært saman við.Þegar konfekt molarnir eru síðan fylltir er gott að sprauta kirsuberjafyllingunni fyrst og leyfa henni að standa í um 2 tíma áður en karamellunni er sprautað í. Einnig verður að passa að hafa hana ekki of heita svo súkkulaðið bráðni ekki. Gott er að láta fyllingarnar báðar sitja í molanum í amk 12 klst áður en lokað er með Madagascar súkkulaði.Rólódýrð systranna hjá Alltí köku.Mynd ErnirRólódýrð Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp Gústafsdóttir hjá Allt í köku þróuðu saman konfektmolann Rólódýrð þegar þær unnu að Afmælisveislubók Disney árið 2013. Markmiðið var að búa til mola sem börn og fullorðnir gætu gert í sameiningu og notið að sama skapi. Uppskriftin er því einfölt. Molinn geymist í allt að 2 vikur í kæli en reynsla þeirra systra er sú að þeir stoppa aldrei svo lengi.Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp hönnuðu konfektmolann í semeiningu.Mynd/Gassi1 pakki Bastogne kex frá LU100 g smjör400 g Róló100 ml rjómi200 g rjómasúkkulaðiSetjið lítil muffinsform í mini muffinspönnu, eða smjörpappír í 26 cm bökunarmót. Myljið LU kexið og þrýstið ofan í mótin. Bræðið smjörið og hellið yfir kexið. Notið flatt áhald til þess að þjappa botninn vel. Setjið Rólo og rjóma í pott og bræðið. Hellið yfir kexbotninn og kælið. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir karamelluna. Kælið. Takið molana úr mótunum eða losið úr stóra mótinu og skerið í bita. Geymist í kæli í allt að 2 vikur.
Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Jólanóttin Jól Nótur fyrir píanó Jól Millisterkt lakkríssinnep Jól Nú skal segja Jól Rúsínukökur Jólin Auðvelt að finna réttu gjöfina Jól 15 metra hermaður Jól