Arnaldur alltaf góður Elín Albertsdóttir skrifar 19. desember 2016 16:00 Sigga Beinteins er mikið jólabarn og syngur auðvitað mikið á aðventunni. Söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir er mikið jólabarn enda hefur hún verið með vinsæla jólatónleika undanfarin ár. „Jú, ég er mikið jólabarn og elska þennan tíma og hef alltaf gert, fæ alltaf smá fiðring í magann þegar jólin nálgast, er alveg eins og litlu börnin hvað það varðar.“Lestu margar bækur um jólin? „Nei, ég geri það því miður ekki, ég er ekki mjög mikill lestrarhestur, en ef ég dett í góða og skemmtilega bók þá klára ég hana á stuttum tíma.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið og af hverju? „Veistu, ég held að með skemmtilegustu bókum sem ég hef lesið og klárað séu bækurnar hans Arnaldar Indriðasonar. Hef mjög gaman af bókunum hans. Þær eru bara svo skemmtilega vel skrifaðar, oft góður húmor en samt með alvörugefnum tóni og spennu.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég er nú ekki farin að skoða mikið jólabókaflóðið í ár en ég gæti vel hugsað mér nýjustu bókina hans Arnaldar og svo langar mig í Lárubækurnar hennar Birgittu Haukdal svo ég geti lesið þær fyrir stubbana mína yfir jólin og bara haft gleðileg jól.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Hátíðlegt að vinna á aðfangadagskvöld Jól Krúsílegt og kósí kreppujólaskraut Jól Afar ljúffengir sprotar frá Belgíu Jól Fyrsta jólatré heimsins Jólin Rúsínukökur Jólin Prins póló kökur Jólin Aðventan er til að njóta Jól
Söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir er mikið jólabarn enda hefur hún verið með vinsæla jólatónleika undanfarin ár. „Jú, ég er mikið jólabarn og elska þennan tíma og hef alltaf gert, fæ alltaf smá fiðring í magann þegar jólin nálgast, er alveg eins og litlu börnin hvað það varðar.“Lestu margar bækur um jólin? „Nei, ég geri það því miður ekki, ég er ekki mjög mikill lestrarhestur, en ef ég dett í góða og skemmtilega bók þá klára ég hana á stuttum tíma.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið og af hverju? „Veistu, ég held að með skemmtilegustu bókum sem ég hef lesið og klárað séu bækurnar hans Arnaldar Indriðasonar. Hef mjög gaman af bókunum hans. Þær eru bara svo skemmtilega vel skrifaðar, oft góður húmor en samt með alvörugefnum tóni og spennu.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég er nú ekki farin að skoða mikið jólabókaflóðið í ár en ég gæti vel hugsað mér nýjustu bókina hans Arnaldar og svo langar mig í Lárubækurnar hennar Birgittu Haukdal svo ég geti lesið þær fyrir stubbana mína yfir jólin og bara haft gleðileg jól.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Hátíðlegt að vinna á aðfangadagskvöld Jól Krúsílegt og kósí kreppujólaskraut Jól Afar ljúffengir sprotar frá Belgíu Jól Fyrsta jólatré heimsins Jólin Rúsínukökur Jólin Prins póló kökur Jólin Aðventan er til að njóta Jól