Mozart á ólíkum æviskeiðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2016 10:15 Camerarctica bregst ekki aðdáendum sínum heldur fyllir þá friði fyrir jólin með músík Mozarts í mildri birtu. „Okkar sérstaða við jólatónleikahaldið er meðal annars sú að við notum einvörðungu kertaljós til að lýsa upp kirkjurnar og stingum engum græjum í samband neins staðar,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleika kammerhópsins Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir af fjórum eru í kvöld, þeir eru í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast klukkan 21. Annað sem einkennir tónleika Cameractica er að hópurinn leikur einungis lög eftir meistara Mozart. „Við höfum flutt tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og það þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina í rökkrinu og hlýða á hana,“ segir Ármann. Í þetta sinn segir hann verkin vera frá ólíkum aldursskeiðum tónskáldsins. „Mozart var bara sextán ára þegar hann samdi Divertimento fyrir strengi sem er fyrsta verkið á dagskránni. Svo erum við með kvartett fyrir klarinettu og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. En að venju lýkur tónleikunum á því að við leikum jólasálminn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni og hann samdi Mozart bara stuttu áður en hann andaðist.“ Auk Ármanns skipa kammerhópinn Cameractica að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. En hafa þau alltaf spilað jólatónleikana í fjórum kirkjum. „Nei, við byrjuðum í þremur, einhvern tíma urðu þær fimm, svo aftur þrjár, í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. En nú bættist Garða- bær við, enda erum við flest þaðan.“ Tónleikarnir annað kvöld, þriðjudag, verða í Kópavogskirkju, á miðvikudagskvöldið 21. desember í Garðakirkju og á fimmtudagskvöldið 22. desember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.800 krónur og 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er inn fyrir börn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. desember 2016 Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
„Okkar sérstaða við jólatónleikahaldið er meðal annars sú að við notum einvörðungu kertaljós til að lýsa upp kirkjurnar og stingum engum græjum í samband neins staðar,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleika kammerhópsins Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir af fjórum eru í kvöld, þeir eru í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast klukkan 21. Annað sem einkennir tónleika Cameractica er að hópurinn leikur einungis lög eftir meistara Mozart. „Við höfum flutt tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og það þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina í rökkrinu og hlýða á hana,“ segir Ármann. Í þetta sinn segir hann verkin vera frá ólíkum aldursskeiðum tónskáldsins. „Mozart var bara sextán ára þegar hann samdi Divertimento fyrir strengi sem er fyrsta verkið á dagskránni. Svo erum við með kvartett fyrir klarinettu og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. En að venju lýkur tónleikunum á því að við leikum jólasálminn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni og hann samdi Mozart bara stuttu áður en hann andaðist.“ Auk Ármanns skipa kammerhópinn Cameractica að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. En hafa þau alltaf spilað jólatónleikana í fjórum kirkjum. „Nei, við byrjuðum í þremur, einhvern tíma urðu þær fimm, svo aftur þrjár, í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. En nú bættist Garða- bær við, enda erum við flest þaðan.“ Tónleikarnir annað kvöld, þriðjudag, verða í Kópavogskirkju, á miðvikudagskvöldið 21. desember í Garðakirkju og á fimmtudagskvöldið 22. desember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.800 krónur og 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er inn fyrir börn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. desember 2016
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira