Valdís svaf illa vegna láta í næturklúbbi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 06:30 Valdís Þóra hefur leikið stöðugt golf í Marokkó. fréttablaðið/daníel Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær. Hún kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari og er því á einum undir samtals. Hún situr þar með í 21.-30. sæti fyrir þriðja hringinn. 30 efstu kylfingarnir á úrtökumótinu fá keppnisrétt á LET-Evrópumótaröðinni en alls verða leiknir fimm hringir. „Hún ætlaði að æfa sig aðeins eftir hringinn. Fara í mat og svo að leggja sig enda svaf hún lítið í nótt,“ segir þjálfari Valdísar, Hlynur Geir Hjartarson, en hann var þá nýbúinn að heyra í Skagakonunni. „Það er næturklúbbur við hliðina á hótelinu hennar og þar var mikið stuð í gær. Svo mikið að það truflaði svefn hennar og eflaust hjá einhverjum fleirum líka. Þeim látum er nú vonandi lokið núna.“ Valdís Þóra tók ákvörðun fyrir mótið að gefa ekki nein viðtöl meðan á mótinu stæði og hún hefur einnig ákveðið að halda sig fjarri samfélagsmiðlum meðan á mótinu stendur. Það hefur truflað hana áður og samfélagsmiðlarnir trufluðu líka Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er hún var að keppa í Asíu. Hún lokaði svo á þá fyrir sitt lokaúrtökumót í Bandaríkjunum og þar sló hún í gegn. Vonandi gengur það líka fyrir Valdísi. „Hún er að spila á tveimur völlum þarna úti í Marokkó og var svo heppin að fá kylfusvein sem er klúbbmeistari þarna. Hann þekkir því völlinn eins og lófann á sér. Veit nákvæmlega hvar er best að lenda og hvernig flatirnar liggja. Hún var því heppin með það,“ segir Hlynur Geir en kylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson þekkir heimamanninn og náði að koma á tengslum milli hans og Valdísar. Svona á að nýta samböndin. „Þetta er langt og krefjandi mót en Valdísi líður mjög vel og er að slá afar vel. Hún hefði auðvitað viljað sjá aðeins fleiri pútt detta niður núna en spilamennskan er flott. Þegar fleiri pútt detta þá kemur betra skor. Þetta er á uppleið hjá henni og ég hef fulla trú á því að hún haldi áfram á þessari braut. Það eru spennandi dagar fram undan.“ Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær. Hún kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari og er því á einum undir samtals. Hún situr þar með í 21.-30. sæti fyrir þriðja hringinn. 30 efstu kylfingarnir á úrtökumótinu fá keppnisrétt á LET-Evrópumótaröðinni en alls verða leiknir fimm hringir. „Hún ætlaði að æfa sig aðeins eftir hringinn. Fara í mat og svo að leggja sig enda svaf hún lítið í nótt,“ segir þjálfari Valdísar, Hlynur Geir Hjartarson, en hann var þá nýbúinn að heyra í Skagakonunni. „Það er næturklúbbur við hliðina á hótelinu hennar og þar var mikið stuð í gær. Svo mikið að það truflaði svefn hennar og eflaust hjá einhverjum fleirum líka. Þeim látum er nú vonandi lokið núna.“ Valdís Þóra tók ákvörðun fyrir mótið að gefa ekki nein viðtöl meðan á mótinu stæði og hún hefur einnig ákveðið að halda sig fjarri samfélagsmiðlum meðan á mótinu stendur. Það hefur truflað hana áður og samfélagsmiðlarnir trufluðu líka Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er hún var að keppa í Asíu. Hún lokaði svo á þá fyrir sitt lokaúrtökumót í Bandaríkjunum og þar sló hún í gegn. Vonandi gengur það líka fyrir Valdísi. „Hún er að spila á tveimur völlum þarna úti í Marokkó og var svo heppin að fá kylfusvein sem er klúbbmeistari þarna. Hann þekkir því völlinn eins og lófann á sér. Veit nákvæmlega hvar er best að lenda og hvernig flatirnar liggja. Hún var því heppin með það,“ segir Hlynur Geir en kylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson þekkir heimamanninn og náði að koma á tengslum milli hans og Valdísar. Svona á að nýta samböndin. „Þetta er langt og krefjandi mót en Valdísi líður mjög vel og er að slá afar vel. Hún hefði auðvitað viljað sjá aðeins fleiri pútt detta niður núna en spilamennskan er flott. Þegar fleiri pútt detta þá kemur betra skor. Þetta er á uppleið hjá henni og ég hef fulla trú á því að hún haldi áfram á þessari braut. Það eru spennandi dagar fram undan.“
Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira