Bestu erlendu plötur 2016: R&B afar áberandi þetta árið Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. desember 2016 11:00 Sjálf poppdrottningin Beyoncé trónir á toppnum í ár. Nordic Photos/Getty Besta erlenda plata ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins reyndist platan Lemonade með Beyoncé. Sex álitsgjafar settu plötu hennar á lista og tekur hún því fyrsta sætið á undan hinum fjölhæfa rappara og pródúsent Kanye West, en platan hans Life of Pablo var þó jafn oft sett í fyrsta sætið og plata Beyoncé, eða tvisvar sinnum. Fast á eftir þeim koma svo þrjár plötur sem voru allar nefndar til fjórum sinnum en það eru plöturnar Starboy með The Weeknd, Blonde með Frank Ocean og A Seat at the Table með Solange Knowles. Þar sem Starboy var einu sinni sett í fyrsta sætið tekur hún forystuna og fær að tylla sér í þriðja sætið. Blonde tekur svo fjórða sætið enda oftar sett ofar á lista en A Seat at the Table. Það sem er áberandi á þessum erlenda lista er að hann er nánast einungis skipaður R&B-söngvurum, en þetta virðist hafa verið afar sterkt ár í þeirri senu. Í fyrra var rappið áberandi á listanum en mjúki ættinginn ræður nú ríkjum. Spurning hvað það segir okkur um heiminn í dag.Drottning poppsins Beyoncé var ákaflega áberandi á þessu ári og stóran þátt í því átti öll markaðsmaskínan sem fór í gang í kringum útgáfuna á Lemonade, sem samt sem áður kom eiginlega eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það höfðu ekki komið neinar tilkynningar um útgáfudag en hún birtist bara á streymisveitunni Tidal einn góðan veðurdag. Það er þó ekki alveg rétt enda kom fyrst út sérstök mynd sem var sýnd á HBO-sjónvarpsstöðinni og var í raun tónlistarmyndband fyrir alla plötuna í heild. Það var ekki til að minnka vinsældir poppdrottningarinnar að í textum hennar mátti greina megna óánægju hennar með hjónaband sitt og sögusagnirnar fóru á kreik. Lemonade var miklu meira en bara plata.Lífið sjálft sem list Kanye West var að sama skapi ákaflega áberandi en þó umdeildari en Beyoncé, svona eins og honum einum er lagið. Fyrir útgáfu The Life of Pablo fór Kanye mikinn á Twitter þar sem hann bunaði út úr sér alls konar hlutum sem margir tóku illa. Fólk fór að efast um geðheilsu rapparans. En líklega hefur hann verið allt annað en veikur á geði því að þetta umtal varð einungis til að vekja athygli á plötunni. Hann notaði að mörgu leyti eigin persónu sem markaðstól, líf hans sjálfs var auglýsingin. Hún kom einungis út á Tidal-tónlistarveitunni og birtist þar ókláruð – Kanye West dundaði sér við að bæta og breyta löngu eftir að hún kom út. Mörgum fannst það sniðugt en öðrum ekki – hins vegar verður ekki deilt um að platan er stórgóð og þetta er ekki eini listinn þar sem hún kemst hátt.Söngvarinn myrki verður Stjörnustrákur The Weeknd hefur bókstaflega skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum. Hann byrjaði feril sinn sem ákaflega myrkur og dularfullur R&B-söngvari sem lýsti skuggahliðum djammlífernisins. Síðan breyttist það töluvert þegar hann fór að vinna með poppaðri hljóm en Starboy er algjör hápunktur ferils söngvarans kanadíska, epískt ferðalag í gegnum allt það vinsælasta í popptónlist í dag. Á plötunni má einnig finna nokkra góða gesti en titillag plötunnar, sem tröllríður útvarpsstöðvunum þessa dagana, er unnið með franska rafdúóinu Daft Punk og einnig eru þarna Future, Lana Del Rey og Kendrick Lamar – sannkallað stórskotalið.Platan sem var beðið eftir Frank Ocean fer aldrei troðnar slóðir í tónlist sinni. Í fyrsta lagi lét hann aðdáendur sína bíða í mörg ár eftir þessari plötu. Síðan eins og til að strá salti í sárin stríddi hann þeim í marga daga en á vefsíðunni birti hann undarleg og hálf tilgangslaus myndbönd sem upphaflega virtust vera lifandi streymi en reyndust svo lúppur. Fólk flykktist samt til að horfa á þessi undarlegu myndbönd og beið alltaf eftir því að loksins kæmi platan Boys Don’t Cry út – það gerðist þó aldrei og þess í stað var hún titluð Blonde. Engu að síður er um frábært listaverk að ræða. Frank Ocean - 'Nikes' from DoBeDo Productions on Vimeo.Það er eitthvað í vatninu hjá Knowles-fjölskyldunni A Seat at the Table með Solange Knowles hefur fengið frábæra dóma alls staðar og halda gagnrýnendur vart vatni yfir þessu meistarastykki, tónlistarvefsíðan Pitchfork velur hana sem plötu ársins. Á A Seat at the Table fjallar Solange um reynslu sína sem svört kona í heimi nútímans og má að vissu leyti tala um að hún sé „mótmælaplata“, ákaflega pólitísk og viðeigandi í ljósi þróunar stjórnmála í Bandaríkjunum.Álitsgjafar FréttablaðsinsLogi Pedro Stefánsson, tónlistarmaðurKaró, söngkonaBjörn Valur Pálsson, plötusnúður og pródúsantHelga Páley, listakonaHulda Hólmkelsdóttir, blaðamaður á VísiGeoffrey Skywalker, forstjóri PriksinsKjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaðurÓsk Gunnarsdóttir, Útvarpskona á FM957Daníel Ólafsson, plötusnúður og lífskúnstnerKjartan Guðmundsson, upplýsingafulltrúi og fagurkeriSteinþór Helgi Arnsteinsson, athafnamaðurÞura Stína, plötusnúðurSigga litla, altmuligt konaSteinunn Eldflaug Harðardóttir, tónlistarkona Fréttir ársins 2016 Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Besta erlenda plata ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins reyndist platan Lemonade með Beyoncé. Sex álitsgjafar settu plötu hennar á lista og tekur hún því fyrsta sætið á undan hinum fjölhæfa rappara og pródúsent Kanye West, en platan hans Life of Pablo var þó jafn oft sett í fyrsta sætið og plata Beyoncé, eða tvisvar sinnum. Fast á eftir þeim koma svo þrjár plötur sem voru allar nefndar til fjórum sinnum en það eru plöturnar Starboy með The Weeknd, Blonde með Frank Ocean og A Seat at the Table með Solange Knowles. Þar sem Starboy var einu sinni sett í fyrsta sætið tekur hún forystuna og fær að tylla sér í þriðja sætið. Blonde tekur svo fjórða sætið enda oftar sett ofar á lista en A Seat at the Table. Það sem er áberandi á þessum erlenda lista er að hann er nánast einungis skipaður R&B-söngvurum, en þetta virðist hafa verið afar sterkt ár í þeirri senu. Í fyrra var rappið áberandi á listanum en mjúki ættinginn ræður nú ríkjum. Spurning hvað það segir okkur um heiminn í dag.Drottning poppsins Beyoncé var ákaflega áberandi á þessu ári og stóran þátt í því átti öll markaðsmaskínan sem fór í gang í kringum útgáfuna á Lemonade, sem samt sem áður kom eiginlega eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það höfðu ekki komið neinar tilkynningar um útgáfudag en hún birtist bara á streymisveitunni Tidal einn góðan veðurdag. Það er þó ekki alveg rétt enda kom fyrst út sérstök mynd sem var sýnd á HBO-sjónvarpsstöðinni og var í raun tónlistarmyndband fyrir alla plötuna í heild. Það var ekki til að minnka vinsældir poppdrottningarinnar að í textum hennar mátti greina megna óánægju hennar með hjónaband sitt og sögusagnirnar fóru á kreik. Lemonade var miklu meira en bara plata.Lífið sjálft sem list Kanye West var að sama skapi ákaflega áberandi en þó umdeildari en Beyoncé, svona eins og honum einum er lagið. Fyrir útgáfu The Life of Pablo fór Kanye mikinn á Twitter þar sem hann bunaði út úr sér alls konar hlutum sem margir tóku illa. Fólk fór að efast um geðheilsu rapparans. En líklega hefur hann verið allt annað en veikur á geði því að þetta umtal varð einungis til að vekja athygli á plötunni. Hann notaði að mörgu leyti eigin persónu sem markaðstól, líf hans sjálfs var auglýsingin. Hún kom einungis út á Tidal-tónlistarveitunni og birtist þar ókláruð – Kanye West dundaði sér við að bæta og breyta löngu eftir að hún kom út. Mörgum fannst það sniðugt en öðrum ekki – hins vegar verður ekki deilt um að platan er stórgóð og þetta er ekki eini listinn þar sem hún kemst hátt.Söngvarinn myrki verður Stjörnustrákur The Weeknd hefur bókstaflega skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum. Hann byrjaði feril sinn sem ákaflega myrkur og dularfullur R&B-söngvari sem lýsti skuggahliðum djammlífernisins. Síðan breyttist það töluvert þegar hann fór að vinna með poppaðri hljóm en Starboy er algjör hápunktur ferils söngvarans kanadíska, epískt ferðalag í gegnum allt það vinsælasta í popptónlist í dag. Á plötunni má einnig finna nokkra góða gesti en titillag plötunnar, sem tröllríður útvarpsstöðvunum þessa dagana, er unnið með franska rafdúóinu Daft Punk og einnig eru þarna Future, Lana Del Rey og Kendrick Lamar – sannkallað stórskotalið.Platan sem var beðið eftir Frank Ocean fer aldrei troðnar slóðir í tónlist sinni. Í fyrsta lagi lét hann aðdáendur sína bíða í mörg ár eftir þessari plötu. Síðan eins og til að strá salti í sárin stríddi hann þeim í marga daga en á vefsíðunni birti hann undarleg og hálf tilgangslaus myndbönd sem upphaflega virtust vera lifandi streymi en reyndust svo lúppur. Fólk flykktist samt til að horfa á þessi undarlegu myndbönd og beið alltaf eftir því að loksins kæmi platan Boys Don’t Cry út – það gerðist þó aldrei og þess í stað var hún titluð Blonde. Engu að síður er um frábært listaverk að ræða. Frank Ocean - 'Nikes' from DoBeDo Productions on Vimeo.Það er eitthvað í vatninu hjá Knowles-fjölskyldunni A Seat at the Table með Solange Knowles hefur fengið frábæra dóma alls staðar og halda gagnrýnendur vart vatni yfir þessu meistarastykki, tónlistarvefsíðan Pitchfork velur hana sem plötu ársins. Á A Seat at the Table fjallar Solange um reynslu sína sem svört kona í heimi nútímans og má að vissu leyti tala um að hún sé „mótmælaplata“, ákaflega pólitísk og viðeigandi í ljósi þróunar stjórnmála í Bandaríkjunum.Álitsgjafar FréttablaðsinsLogi Pedro Stefánsson, tónlistarmaðurKaró, söngkonaBjörn Valur Pálsson, plötusnúður og pródúsantHelga Páley, listakonaHulda Hólmkelsdóttir, blaðamaður á VísiGeoffrey Skywalker, forstjóri PriksinsKjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaðurÓsk Gunnarsdóttir, Útvarpskona á FM957Daníel Ólafsson, plötusnúður og lífskúnstnerKjartan Guðmundsson, upplýsingafulltrúi og fagurkeriSteinþór Helgi Arnsteinsson, athafnamaðurÞura Stína, plötusnúðurSigga litla, altmuligt konaSteinunn Eldflaug Harðardóttir, tónlistarkona
Fréttir ársins 2016 Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira