Hér hefur því galvösk sveit álitsgjafa tekið að sér að velja fallegustu og ljótustu bókarkápur jólabókaflóðsins í ár. Allt er þetta þó auðvitað aðeins til gamans gert og engin ástæða til þess að taka þetta of hátíðlega.
![](https://www.visir.is/i/2B1527E8FD5F04214FD432795071D58357D945F63670334DB33ED032EE5D6329_390x0.jpg)
Codex 1962
Höfundur: Sjón
Kápuhönnun: Alexandra Buhl
Útgefandi: Forlagið
„Grípur strax augað og ber af öðrum bókarkápum eins og fullt tungl á svörtum vetrarhimni.“
„Dáleiðandi og ofurtöff.“
„Segi kannski ekki að kápan sé falleg en maður kemst ekki hjá því að taka eftir henni. Svolítið eins og kassi utan um rakspíra en samt eitthvað svo skemmtilegt við þessa kápu.“
Codex 1962 fékk líka atkvæði sem ljótasta kápan:
„Þetta gefur einhvern veginn tilfinningu fyrir alveg sterílum texta – er alltof líkt Vísindabók Villa. Þetta beinlínis fælir mann frá lestri.“
![](https://www.visir.is/i/F64E701FD36D17AEFA8701B6D11C1B7FFBBD672AE571EAC848F2EB9845BD52FD_390x0.jpg)
Svarti galdur
Höfundur: Stefán Máni
Kápuhönnun: Kontor Reykjavík
Útgefandi: Sögur
„Þetta er býsna djarft en gengur fullkomlega upp. Eftiröpun á hinu helga riti er fullkomin umgjörð um þennan titil. Það fór bókstaflega um mig hrollur þegar ég tók hana upp úr umslaginu.“
„Fallegt er kannski ekki fyrsta lýsingarorðið sem ætti að nota við þessa kápu en mögnuð og sterk er hún sannarlega. Manni snöggkólnar - það kvikna margar tilfinningar!“
![](https://www.visir.is/i/9932ADAE9F4C2EE41862D4779B7261565ED2412338ACCF99C63D20761E5B9FA5_390x0.jpg)
Hestvík
Höfundur: Gerður Kristný
Kápuhönnun: Alexandra Buhl
Útgefandi: Forlagið
„Nútímaleg, einföld og aðlaðandi. Mjög falleg og náttúruleg kápa.“
„Virkilega falleg. Einföld og aðlaðandi. Bók sem er notalegt að fá í hendurnar.“
![](https://www.visir.is/i/857E28D064A2A1E7E0D97BCC142C300895627BB48A45D79D42CD0528301DC078_390x0.jpg)
Verjandinn
Höfundur: Óskar Magnússon
Kápuhönnun: Jón Ásgeir Hreinsson
Útgefandi: JPV
„Eins og fimm bókakápur hafi verið settar í hakkavélina áður en þeim var hellt á eina blaðsíðu.“
„Hvað er að gerast hér? Margar leturtýpur, margir litir, margar myndir, mörg form – hér hefði sannarlega mátt einfalda til að fanga augað og vekja meiri áhuga á efninu.“
„Skelfilega grautarlegt og ómarkvisst. Ekki beint til þess fallið að fanga athyglina.“
![](https://www.visir.is/i/8D935A118F9F63127049C9811ECAFB009C8CA594D2650DDA7ACF0983CABC64B9_390x0.jpg)
Einfari
Höfundur: Hildur Sif Thorarensen
Kápuhönnun: Hildur Sif Thorarensen
Útgefandi: Óðinsauga
„Höfðar engan veginn til mín, mjög gamaldags tónn og frekar óþægileg samsetning á öllu saman - formum, litum og letri. Hvar er spennan?“
„Leturmeðferðin er afleit og þessi flatarleikur skrítinn.“
„Vond hugmynd hjá höfundi að hanna kápuna sjálfur.“
![](https://www.visir.is/i/FB2434745C4878933590173E0C6742CE55A7238EF12F4E334D1F0E5C507456E9_390x0.jpg)
Heiða - fjalldalabóndinn
Höfundur: Steinunn Sigurðardóttir og Heiða Ásgeirsdóttir
Kápuhönnun: Aðalsteinn Svanur Sigfússon
Útgefandi: Bjartur
„Hvernig var hægt að gera svona dauflega kápu á bók um konu sem slær mann eins og hreint náttúruafl?“
„Hvað er í gangi hér? Var virkilega ekki hægt að láta þessa sögu virka meira heillandi en að stilla fallegu bóndakonunni upp eins og á forsíðu gamals læknarómans - „Doktor Lambert er á leiðinni …““
Mest í umræðunni
Elsku Drauma mín, minningabók Sigríðar Halldórsdóttir
Vigdís Grímsdóttir skráði
Kápuhönnun: Jón Ásgeir Hreinsson
Útgefandi: JPV
Þessi kápa kom talsvert til umræðu og á lokametrunum barst athyglisverð ábending. Við hlið bókarkápunnar má hér sjá veggspjald frá bandarísku hljómsveitinni Lady Danville, seinna Hunter Hunted, í tengslum við plötuna Operating.
Líkindin eru óneitanlega sláandi eða eins og álitsgjafi lét hafa eftir sér: Alveg galið!
![](https://www.visir.is/i/70539EAF05414EC29128AEC1F0D09718AC53D7FF5B23890B27FD7792F65D4A48_713x0.jpg)
Arndís Lilja Guðmundsdóttir, grafískur hönnuður
Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill
Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður
Jón Kaldal ritstjóri
Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður
Þorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður