Kórstjórinn Friðrik lofar hátíð um helgina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2016 09:45 Um átta tugir manna skipa Karlakór Reykjavíkur sem á 90 ára sögu að baki. Við erum með hefðbundin aðventu-og jólalög sem allir vilja heyra og svo nýtt efni í bland,“ segir Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur, um árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Þeir eru á dagskrá á morgun og sunnudag, klukkan 17 og 20 báða dagana. Um áttatíu söngmenn mynda þennan magnaða kór. Friðrik segir þá samstiga og mæta vel á æfingar. „Þetta verður 23. árið sem við höldum aðventutónleika í Hallgrímskirkju,“ segir hann og bætir við stoltur: „Elmar Þór Gilbertsson er einsöngvari okkar í ár. Hann hóf söngnám hjá mér á sínum tíma í Söngskóla Sigurðar Demetz og er nú orðinn atvinnusöngvari um allan heim, enda frábær tenór.“ Spurður hvort hann hafi séð það fyrir þegar Elmar var á fyrstu stigum söngnámsins svarar Friðrik: „Ég sagði fljótlega við hann: „Þú átt eftir að verða söngvari og alveg örugglega leikari.“ Hann er nefnilega svo góður í hvoru tveggja. Svo erum við að vanda með trompetleikarana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikara úr Sinfóníunni með okkur og Lenka Mátéová er á orgelinu. Friðrik er óþreytandi í kórstjórastarfinu, hann hefur sinnt því í 27 ár. Vísir/Anton BrinkStundum syngjum við líka án undirleiks, það er mjög skemmtilegt, sérstaklega í Hallgrímskirkju. Við erum farnir að kunna á hana, eftir 23 ár.“ En hvað ætlar Elmar að syngja? „Elmar kemur til með að syngja Ave-Maríu Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt sem allir þekkja. Svo syngur hann með okkur og tónleikagestum Guðs kristni í heimi, Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Það er mjög áhrifamikið þegar 80 karlar og kannski 600 manns standa í kirkjunni og syngja.“ Karlakór Reykjavíkur varð 90 ára í upphafi þessa árs. Hann var stofnaður 3. janúar 1926 af Sigurði Þórðarsyni tónskáldi. Þrír stjórnendur hafa borið hann uppi í 86 ár, einn þeirra er Friðrik sem hefur stjórnað hátt í þrjá áratugi. „Ég ætlaði bara að vera einn mánuð. Páll Pampichler, stjórnandi kórsins og líka Sinfóníunnar, bað mig að koma og raddþjálfa. En hann hætti fljótlega eftir að við kynntumst og sagði: „Þú tekur bara við,“ segir Friðrik og lofar mikilli hátíð um helgina. Greinin birtist fyrst 16. desember 2016 Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við erum með hefðbundin aðventu-og jólalög sem allir vilja heyra og svo nýtt efni í bland,“ segir Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur, um árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Þeir eru á dagskrá á morgun og sunnudag, klukkan 17 og 20 báða dagana. Um áttatíu söngmenn mynda þennan magnaða kór. Friðrik segir þá samstiga og mæta vel á æfingar. „Þetta verður 23. árið sem við höldum aðventutónleika í Hallgrímskirkju,“ segir hann og bætir við stoltur: „Elmar Þór Gilbertsson er einsöngvari okkar í ár. Hann hóf söngnám hjá mér á sínum tíma í Söngskóla Sigurðar Demetz og er nú orðinn atvinnusöngvari um allan heim, enda frábær tenór.“ Spurður hvort hann hafi séð það fyrir þegar Elmar var á fyrstu stigum söngnámsins svarar Friðrik: „Ég sagði fljótlega við hann: „Þú átt eftir að verða söngvari og alveg örugglega leikari.“ Hann er nefnilega svo góður í hvoru tveggja. Svo erum við að vanda með trompetleikarana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikara úr Sinfóníunni með okkur og Lenka Mátéová er á orgelinu. Friðrik er óþreytandi í kórstjórastarfinu, hann hefur sinnt því í 27 ár. Vísir/Anton BrinkStundum syngjum við líka án undirleiks, það er mjög skemmtilegt, sérstaklega í Hallgrímskirkju. Við erum farnir að kunna á hana, eftir 23 ár.“ En hvað ætlar Elmar að syngja? „Elmar kemur til með að syngja Ave-Maríu Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt sem allir þekkja. Svo syngur hann með okkur og tónleikagestum Guðs kristni í heimi, Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Það er mjög áhrifamikið þegar 80 karlar og kannski 600 manns standa í kirkjunni og syngja.“ Karlakór Reykjavíkur varð 90 ára í upphafi þessa árs. Hann var stofnaður 3. janúar 1926 af Sigurði Þórðarsyni tónskáldi. Þrír stjórnendur hafa borið hann uppi í 86 ár, einn þeirra er Friðrik sem hefur stjórnað hátt í þrjá áratugi. „Ég ætlaði bara að vera einn mánuð. Páll Pampichler, stjórnandi kórsins og líka Sinfóníunnar, bað mig að koma og raddþjálfa. En hann hætti fljótlega eftir að við kynntumst og sagði: „Þú tekur bara við,“ segir Friðrik og lofar mikilli hátíð um helgina. Greinin birtist fyrst 16. desember 2016
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira