Dómur þyngdur vegna pókerstaðar í Skeifunni Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2016 16:17 Þríeykið var sakfellt fyrir að reka spilavíti í atvinnuskyni. Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til 12 mánaða fangelsisvistar en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað að að þyngja dóminn í 18 mánaða fangelsisvist, en við ákvörðun refsingarinnar var þess gætt að þáttur hans í málinu var veigamestur í þeim brotum sem sakfellt hefur verið fyrir. Ákvað Hæstiréttur að fresta skuli fullnustu 15 mánaða af refsingunni skilorðsbundið í tvö ár. Annar maður og kona höfðu einnig hlotið dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Fengu þau níu mánaða fangelsisdóm í héraði, þar af sex mánuði á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að milda refsingu þeirra þannig að fresta skal fullnustu refsingar þeirra og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi þau skilorði. Var það gert í ljósi þess að þáttur þeirra hafði verið mun veigaminni en mannsins sem fékk þyngsta dóminn og var einnig tekið tillit til þess að málsmeðferðin dróst verulega. Voru þau sakfelld fyrir brot almennra hegningarlaga og fyrir peningaþvætti með því að hafa á tilteknu tímabili rekið fjárhættuspilið og tekið, nýtt eða aflað sér ávinnings með því að reka það í atvinnuskyni og komið öðrum til þátttöku í þeim í húsnæði sem félag, sem þau voru í forsvari fyrir, leigði.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Tengdar fréttir Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til 12 mánaða fangelsisvistar en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað að að þyngja dóminn í 18 mánaða fangelsisvist, en við ákvörðun refsingarinnar var þess gætt að þáttur hans í málinu var veigamestur í þeim brotum sem sakfellt hefur verið fyrir. Ákvað Hæstiréttur að fresta skuli fullnustu 15 mánaða af refsingunni skilorðsbundið í tvö ár. Annar maður og kona höfðu einnig hlotið dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Fengu þau níu mánaða fangelsisdóm í héraði, þar af sex mánuði á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að milda refsingu þeirra þannig að fresta skal fullnustu refsingar þeirra og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi þau skilorði. Var það gert í ljósi þess að þáttur þeirra hafði verið mun veigaminni en mannsins sem fékk þyngsta dóminn og var einnig tekið tillit til þess að málsmeðferðin dróst verulega. Voru þau sakfelld fyrir brot almennra hegningarlaga og fyrir peningaþvætti með því að hafa á tilteknu tímabili rekið fjárhættuspilið og tekið, nýtt eða aflað sér ávinnings með því að reka það í atvinnuskyni og komið öðrum til þátttöku í þeim í húsnæði sem félag, sem þau voru í forsvari fyrir, leigði.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Tengdar fréttir Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14