Jól eftir þessi jól? Hildur Björnsdóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Hughrifin færa okkur árstímann. Dísætur bökunarilmur faðmar skilningarvitin. Veðurbarinn gluggi ljómar við ylhýran loga. Litríkt ljósaskrúð miskunnar sig yfir sótsvart skammdegið. Ljúfar minningar – kannski ljúfsárar – verma guðhræddar sálir. Ég hef alltaf verið sannkallað jólabarn. Í barnæsku voru jólin slíkur tilhlökkunartími að gjarnan var grátið þegar yfir lauk. Eitt var þó alltaf huggun harmi gegn. Það kæmu jól eftir þessi jól. Með hækkandi aldri færðist eilítill skuggi yfir árstímann. Allt í kring veslaðist fólk upp af kvíða. Einhverjir forfölluðust jafnvel úr vinnu. Ekki nægir fjármunir til veglegra jólagjafa. Rykfallnir gardínukappar og klístraðir hornskápar. Óbakaðar smákökusortir. Smánarleg jólabráð og óflokkaðar skúffur. Jólin eru mörgum erfiður tími. Raunverulega átakanlegur tími. Til eru þeir sem eiga hvergi húsaskjól og aðrir sem búa í stríðshrjáðum löndum. Sumir syrgja ástvini sem kvöddu alltof fljótt. Einhverjir horfa í augu barna sinna og hafa áþreifanlega ástæðu til að óttast að jólin verði ekki fleiri. Þessi verði mögulega þau síðustu. Það komi kannski ekki jól eftir þessi jól. Auðvitað hafa allir rétt til að fjargviðrast yfir eigin tilveru. Komast í uppnám stöku sinnum. Munum þó að ofantaldir myndu allir á augabragði skipta sorgum sínum út fyrir smálegar áhyggjur annarra. Hversdagsleg tilbúin vandræði. Hvernig væri að setja hlutina í samhengi þessi jólin. Leggja til hliðar óþarfa. Staldra við í augnablikinu. Gera það sem færir okkur ánægju. Með þeim sem færa okkur ánægju. Við vitum aldrei hvað morgundagurinn færir. Hvort það komi jól eftir þessi jól. Skiljum hismið frá kjarnanum. Gleðjumst og njótum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Hughrifin færa okkur árstímann. Dísætur bökunarilmur faðmar skilningarvitin. Veðurbarinn gluggi ljómar við ylhýran loga. Litríkt ljósaskrúð miskunnar sig yfir sótsvart skammdegið. Ljúfar minningar – kannski ljúfsárar – verma guðhræddar sálir. Ég hef alltaf verið sannkallað jólabarn. Í barnæsku voru jólin slíkur tilhlökkunartími að gjarnan var grátið þegar yfir lauk. Eitt var þó alltaf huggun harmi gegn. Það kæmu jól eftir þessi jól. Með hækkandi aldri færðist eilítill skuggi yfir árstímann. Allt í kring veslaðist fólk upp af kvíða. Einhverjir forfölluðust jafnvel úr vinnu. Ekki nægir fjármunir til veglegra jólagjafa. Rykfallnir gardínukappar og klístraðir hornskápar. Óbakaðar smákökusortir. Smánarleg jólabráð og óflokkaðar skúffur. Jólin eru mörgum erfiður tími. Raunverulega átakanlegur tími. Til eru þeir sem eiga hvergi húsaskjól og aðrir sem búa í stríðshrjáðum löndum. Sumir syrgja ástvini sem kvöddu alltof fljótt. Einhverjir horfa í augu barna sinna og hafa áþreifanlega ástæðu til að óttast að jólin verði ekki fleiri. Þessi verði mögulega þau síðustu. Það komi kannski ekki jól eftir þessi jól. Auðvitað hafa allir rétt til að fjargviðrast yfir eigin tilveru. Komast í uppnám stöku sinnum. Munum þó að ofantaldir myndu allir á augabragði skipta sorgum sínum út fyrir smálegar áhyggjur annarra. Hversdagsleg tilbúin vandræði. Hvernig væri að setja hlutina í samhengi þessi jólin. Leggja til hliðar óþarfa. Staldra við í augnablikinu. Gera það sem færir okkur ánægju. Með þeim sem færa okkur ánægju. Við vitum aldrei hvað morgundagurinn færir. Hvort það komi jól eftir þessi jól. Skiljum hismið frá kjarnanum. Gleðjumst og njótum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun