Af hverju urðu kassalaga bílar rúnnaðir? Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2016 15:03 Flestir bílar í dag eru með mjúkum línum og þó svo sumir þeirra séu kassalaga er hönnun þeirra á þá lund að þeir eru með litla loftmótsstöðu. Á fyrri árum bílsins var ekki mikil þekking til staðar til að minnka loftmótsstöðu bíla en tilhneiging margra bílahönnuða var að hafa þá rennilega svo þeir væru líklegir til að kljúfa loftið vel. Slík hugsun átti þó ekki mikið uppá pallborðið í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum og þá voru svo til allir bandarískir bílar kassalaga og vart brá fyrir mjúkri línu. Þetta var einmitt á tímum mjög lágs bensínsverðs, sem síðar átti eftir að hækka verulega. Þá fyrst fóru hönnuðir bandarískra bíla að huga aftur að mjúkum línum í bílum sínum. Evrópskir bílahönnuðir hafa gegnum tíðina rutt brautina í hönnun bíla með litla loftmótsstöðu og á hærra bensínverð þar gegnum tíðan vafalaust stóran þátt í því. Í meðfylgjandi myndskeiði er skýrt út af hverju þessi þróun átti stað og allt þangað til bílahönnuðir fóru að nýta sér vindgöng til að minnka loftmótstöðu bíla sinna. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Flestir bílar í dag eru með mjúkum línum og þó svo sumir þeirra séu kassalaga er hönnun þeirra á þá lund að þeir eru með litla loftmótsstöðu. Á fyrri árum bílsins var ekki mikil þekking til staðar til að minnka loftmótsstöðu bíla en tilhneiging margra bílahönnuða var að hafa þá rennilega svo þeir væru líklegir til að kljúfa loftið vel. Slík hugsun átti þó ekki mikið uppá pallborðið í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum og þá voru svo til allir bandarískir bílar kassalaga og vart brá fyrir mjúkri línu. Þetta var einmitt á tímum mjög lágs bensínsverðs, sem síðar átti eftir að hækka verulega. Þá fyrst fóru hönnuðir bandarískra bíla að huga aftur að mjúkum línum í bílum sínum. Evrópskir bílahönnuðir hafa gegnum tíðina rutt brautina í hönnun bíla með litla loftmótsstöðu og á hærra bensínverð þar gegnum tíðan vafalaust stóran þátt í því. Í meðfylgjandi myndskeiði er skýrt út af hverju þessi þróun átti stað og allt þangað til bílahönnuðir fóru að nýta sér vindgöng til að minnka loftmótstöðu bíla sinna.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent