Allt sjónvarpsefnið aðgengilegt á netinu 14. desember 2016 19:00 Sýnishorn af valmyndum fyrir kvikmyndir, sjónvarpsstöðvar og þætti HBO. Á dögunum kynnti 365 til leiks nýja þjónustu fyrir áskrifendur á síðunni sjonvarp.365.is þar sem hægt er að horfa á allt sjónvarpsefni fyrirtækisins, bæði línulegt og upptökur, í hvaða tölvu eða tæki sem er. „Við teljum að við séum búin að loka hringnum. Okkar viðskiptavinir geta nú horft í öllum helstu tækjum, hvar og hvenær sem er. Heima í hefðbundnum myndlykli, í framtíðarmyndlykli eins og AppleTV, í iPhone eða Android-snjallsímum, spjaldtölvum, Windows- eða Mac-fartölvum eða bara í gömlu góðu borðtölvunni,“ segir Gunnar Ingvi Þórisson, framkvæmdastjóri yfir tæknimálum 365. Viðmót Sjónvarps 365 er hannað með það að leiðarljósi að auðvelda aðgengi að öllu því efni sem 365 hefur upp á að bjóða og er hægt að nálgast alla dagskrána. Áhorfendur geta spólað til baka á sjónvarpsstöðvunum sem eru í spilun, leitað eftir efni eins og Leitin að upprunanum eða Game of Thrones úr safninu, auk þess að skoða dagskrána fram og aftur í tímann. Öllu efninu er streymt frá 365 þannig að áhorfið telst sem innlent niðurhal en ekki erlent.Gunnar Ingvi Þórisson er framkvæmdastjóri yfir tæknimálum 365.Gunnar Ingvi segir þessa þjónustu vera nýjustu birtingarmyndina á síbreytilegu umhverfi sjónvarpsáhorfenda: „Í fyrstu var hægt að horfa á sjónvarpið í gegnum loftnet. Þá gast þú eingöngu horft á það sem var í gangi. Til þess að bæta upplifun viðskiptavina voru lykilstöðvar settar upp með „plúsinum“ og þá gastu horft með klukkutíma seinkun. Síðan var IPTV sett í loftið, fyrst hjá Vodafone og síðar hjá Símanum. IPTV var bylting en þá var hægt að fjölga sjónvarpsstöðvunum til muna, horfa á hvað sem er, hvenær sem er með tímaflakki og leigja kvikmyndir. Líklega var þetta upphafið af því að myndabandaleigurnar fóru að hverfa. Fram að þessu var eingöngu hægt að horfa á sjónvarpið með myndlykli sem var tengdur með snúru í heimanetbeini viðskiptavinar. Í grunninn er þetta frekar flókin uppsetning og mikilvægt að allt sé rétt uppsett alla leið. Fyrir um þremur árum byrjaði 365 að streyma sjónvarpi yfir netið í samstarfi við OZ sem var algjör bylting. Þar var hægt að setja upp OZ-appið í símum og spjaldtölvum sem gerði viðskiptavinum kleift að horfa á sjónvarpið hvar og hvenær sem er. Frá þessum tíma hefur appið þróast mikið og sífellt meira efni orðið algengilegra fyrir viðskiptavini. Í byrjun árs 2016 byrjaði 365 síðan að þróa Sjónvarp 365 fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og AppleTV. Í AppleTV geta viðskiptavinir horft á dagskránna eins og á hefðbundnum myndlykli með fjarstýringu nema að það er ekki lengur bundið við staðsetningu eða flókna uppsetningu. Viðskiptavinir geta farið með myndlykilinn hvert sem er, til dæmis upp í sumarbústað, eða tengst hvaða þráðlausa neti sem er og byrjað að horfa í gegnum appið. Nú í haust kynntum við síðan nýjustu vöruna til leiks en hún er sú að nú er hægt að horfa í öllum tölvum eða tækjum sem ekki voru studd til þessa. Viðskiptavinir geta því horft á efni á Windows og Mac-tölvum,“ segir Gunnar Ingvi. Hægt er að kynna sér málið nánar á sjonvarp.365.is en þjónustan er endurgjaldslaus fyrir áskrifendur. Einnig er hægt að kynna sér ódýrari áskriftarleið Stöð 2 Maraþon Now á síðunni 2now.is. Tengdar fréttir Steindi kennir á Maraþon Now Streymisveita Stöðvar 2 útskýrð á einfaldan máta. 29. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Á dögunum kynnti 365 til leiks nýja þjónustu fyrir áskrifendur á síðunni sjonvarp.365.is þar sem hægt er að horfa á allt sjónvarpsefni fyrirtækisins, bæði línulegt og upptökur, í hvaða tölvu eða tæki sem er. „Við teljum að við séum búin að loka hringnum. Okkar viðskiptavinir geta nú horft í öllum helstu tækjum, hvar og hvenær sem er. Heima í hefðbundnum myndlykli, í framtíðarmyndlykli eins og AppleTV, í iPhone eða Android-snjallsímum, spjaldtölvum, Windows- eða Mac-fartölvum eða bara í gömlu góðu borðtölvunni,“ segir Gunnar Ingvi Þórisson, framkvæmdastjóri yfir tæknimálum 365. Viðmót Sjónvarps 365 er hannað með það að leiðarljósi að auðvelda aðgengi að öllu því efni sem 365 hefur upp á að bjóða og er hægt að nálgast alla dagskrána. Áhorfendur geta spólað til baka á sjónvarpsstöðvunum sem eru í spilun, leitað eftir efni eins og Leitin að upprunanum eða Game of Thrones úr safninu, auk þess að skoða dagskrána fram og aftur í tímann. Öllu efninu er streymt frá 365 þannig að áhorfið telst sem innlent niðurhal en ekki erlent.Gunnar Ingvi Þórisson er framkvæmdastjóri yfir tæknimálum 365.Gunnar Ingvi segir þessa þjónustu vera nýjustu birtingarmyndina á síbreytilegu umhverfi sjónvarpsáhorfenda: „Í fyrstu var hægt að horfa á sjónvarpið í gegnum loftnet. Þá gast þú eingöngu horft á það sem var í gangi. Til þess að bæta upplifun viðskiptavina voru lykilstöðvar settar upp með „plúsinum“ og þá gastu horft með klukkutíma seinkun. Síðan var IPTV sett í loftið, fyrst hjá Vodafone og síðar hjá Símanum. IPTV var bylting en þá var hægt að fjölga sjónvarpsstöðvunum til muna, horfa á hvað sem er, hvenær sem er með tímaflakki og leigja kvikmyndir. Líklega var þetta upphafið af því að myndabandaleigurnar fóru að hverfa. Fram að þessu var eingöngu hægt að horfa á sjónvarpið með myndlykli sem var tengdur með snúru í heimanetbeini viðskiptavinar. Í grunninn er þetta frekar flókin uppsetning og mikilvægt að allt sé rétt uppsett alla leið. Fyrir um þremur árum byrjaði 365 að streyma sjónvarpi yfir netið í samstarfi við OZ sem var algjör bylting. Þar var hægt að setja upp OZ-appið í símum og spjaldtölvum sem gerði viðskiptavinum kleift að horfa á sjónvarpið hvar og hvenær sem er. Frá þessum tíma hefur appið þróast mikið og sífellt meira efni orðið algengilegra fyrir viðskiptavini. Í byrjun árs 2016 byrjaði 365 síðan að þróa Sjónvarp 365 fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og AppleTV. Í AppleTV geta viðskiptavinir horft á dagskránna eins og á hefðbundnum myndlykli með fjarstýringu nema að það er ekki lengur bundið við staðsetningu eða flókna uppsetningu. Viðskiptavinir geta farið með myndlykilinn hvert sem er, til dæmis upp í sumarbústað, eða tengst hvaða þráðlausa neti sem er og byrjað að horfa í gegnum appið. Nú í haust kynntum við síðan nýjustu vöruna til leiks en hún er sú að nú er hægt að horfa í öllum tölvum eða tækjum sem ekki voru studd til þessa. Viðskiptavinir geta því horft á efni á Windows og Mac-tölvum,“ segir Gunnar Ingvi. Hægt er að kynna sér málið nánar á sjonvarp.365.is en þjónustan er endurgjaldslaus fyrir áskrifendur. Einnig er hægt að kynna sér ódýrari áskriftarleið Stöð 2 Maraþon Now á síðunni 2now.is.
Tengdar fréttir Steindi kennir á Maraþon Now Streymisveita Stöðvar 2 útskýrð á einfaldan máta. 29. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Steindi kennir á Maraþon Now Streymisveita Stöðvar 2 útskýrð á einfaldan máta. 29. nóvember 2016 12:00