Kate Winslet segir sögu Rolls Royce Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2016 10:25 Rolls Royce hefur birt fyrsta myndskeiðið af mörgum sem segir sögu fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1904. Það er Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet sem sgir söguna í afar myndrænu myndskeiði sem hér sést. Þar greinir hún frá tilurð merkisins sem prýðir húdd allra Rolls Royce bíla, en það var skapað árið 1907 af Charles Sykes. Þá er greint frá smíði hins goðsagnarkennda “Silver Ghost” bíls en það var fyrst á honum sem vængjaða konan birtist á húddinu. Verkfræðingurinn Henry Royce smíðaði sinn fyrsta bíl árið 1904 og svo hrifinn var sölumaðurinn Charles Rolls að þeir tveir tóku saman höndum og stofnuðu þetta fræga lúxusbílamerki. Fyrsti sameiginlegi bíll þeirra var svo sýndur í París á Paris Motor Show sýningunni og árið 1907 voru þeir búnir að smíða bíl sem almennt var talinn besti bíll heims, “Silver Ghost”. Myndskeiðið hér að ofan er harla óvenjulegt og þar er þrívíddartækni beitt óspart og grafíkin með afar listrænum hætti. Ekki skaðar svo íðilfögur rödd Kate Winslet undir herlegheitunum. Rolls Royce ætlar að gefa út nokkur myndskeið þar sem farið verður yfir sögu fyrirtækisins allt fram að kynningu nýs Phantom bíls árið 2018, en hann á að setja nýtt viðmið fyrir lúxusbíla heimsins. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent
Rolls Royce hefur birt fyrsta myndskeiðið af mörgum sem segir sögu fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1904. Það er Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet sem sgir söguna í afar myndrænu myndskeiði sem hér sést. Þar greinir hún frá tilurð merkisins sem prýðir húdd allra Rolls Royce bíla, en það var skapað árið 1907 af Charles Sykes. Þá er greint frá smíði hins goðsagnarkennda “Silver Ghost” bíls en það var fyrst á honum sem vængjaða konan birtist á húddinu. Verkfræðingurinn Henry Royce smíðaði sinn fyrsta bíl árið 1904 og svo hrifinn var sölumaðurinn Charles Rolls að þeir tveir tóku saman höndum og stofnuðu þetta fræga lúxusbílamerki. Fyrsti sameiginlegi bíll þeirra var svo sýndur í París á Paris Motor Show sýningunni og árið 1907 voru þeir búnir að smíða bíl sem almennt var talinn besti bíll heims, “Silver Ghost”. Myndskeiðið hér að ofan er harla óvenjulegt og þar er þrívíddartækni beitt óspart og grafíkin með afar listrænum hætti. Ekki skaðar svo íðilfögur rödd Kate Winslet undir herlegheitunum. Rolls Royce ætlar að gefa út nokkur myndskeið þar sem farið verður yfir sögu fyrirtækisins allt fram að kynningu nýs Phantom bíls árið 2018, en hann á að setja nýtt viðmið fyrir lúxusbíla heimsins.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent