Ljóðakvöld á Norðurbakkanum Magnús Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 11:00 Kristian Guttesen ljóðskáld verður á meðal skáldana sem lesa upp í Hafnarfirði í kvöld. Visir/Pjetur Það er víða lesið úr nýjum bókum þessa dagana og bókakaffið á Norðurbakkanum lætur ekki sitt eftir liggja. Þar verður haldið ljóðakvöld í kvöld klukkan átta og þangað mæta Þorsteinn frá Hamri, Sunna Ross, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristian Guttesen og lesa úr verkum sínum. Þorsteinn frá Hamri er á meðal þekktustu skálda þjóðarinnar en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1958. Þorsteinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn en nú í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Núna sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Sunna Ross er ungt skáld og myndlistarkona frá Eiðum. Nýverið birtust nokkur ljóð eftir hana í safninu Bók sem allir myndu lesa– ljóð ungra austfirskra höfunda, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf út í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd á Akranesi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Blálogaland, kom út árið 1999 en síðan hefur hún á víxl sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikverk. Nú í haust sendi Sigurbjörg frá sér örsögur undir undir titlinum Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Kristian Guttesen er fæddur í Danmörku þar sem hann ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Hann hefur búið á Íslandi frá 1985, en dvaldi við nám í Wales frá 1995 til 1999. Fyrsta bók Kristians, Afturgöngur, kom út árið 1995, en alls hefur hann gefið út tíu frumortar ljóðabækur. Kynnir kvöldsins verður Birgitta Jónsdóttir. Njótum aðventunnar saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember. Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er víða lesið úr nýjum bókum þessa dagana og bókakaffið á Norðurbakkanum lætur ekki sitt eftir liggja. Þar verður haldið ljóðakvöld í kvöld klukkan átta og þangað mæta Þorsteinn frá Hamri, Sunna Ross, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristian Guttesen og lesa úr verkum sínum. Þorsteinn frá Hamri er á meðal þekktustu skálda þjóðarinnar en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1958. Þorsteinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn en nú í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Núna sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Sunna Ross er ungt skáld og myndlistarkona frá Eiðum. Nýverið birtust nokkur ljóð eftir hana í safninu Bók sem allir myndu lesa– ljóð ungra austfirskra höfunda, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf út í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd á Akranesi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Blálogaland, kom út árið 1999 en síðan hefur hún á víxl sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikverk. Nú í haust sendi Sigurbjörg frá sér örsögur undir undir titlinum Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Kristian Guttesen er fæddur í Danmörku þar sem hann ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Hann hefur búið á Íslandi frá 1985, en dvaldi við nám í Wales frá 1995 til 1999. Fyrsta bók Kristians, Afturgöngur, kom út árið 1995, en alls hefur hann gefið út tíu frumortar ljóðabækur. Kynnir kvöldsins verður Birgitta Jónsdóttir. Njótum aðventunnar saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember.
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira