Lúxusjeppasprengja í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2016 09:43 Sala Volvo XC90 jeppans hefur vaxið um 163% í ár. Sala jeppa frá lúxusbílaframleiðendum hefur aldrei verið eins mikil í Evrópu og í ár. Sala slíkra bíla hefur vaxið um þriðjung frá því í fyrra og er þá miðað við tölur fram að október. Heildarsalan hefur náð 185.000 bílum. Langmesta aukningin hefur orðið í sölu á Volvo XC90 jeppanum, eða um 163% milli ára og nemur sala hans 26.860 bílum. Fyrir vikið hefur Volvo XC90 stokkið uppí annað sætið í sölu lúxusjeppa í álfunni, en þar trónir á toppnum BMW X5 jeppinn með 28.601 selda bíla. Sala BMW X5 hefur aðeins vaxið um 1% á milli ára. JATO, sem heldur utan um sölutölur í Evrópu býst fastlega við því að Volvo XC90 jeppinn verði söluhæsti lúxusjeppi álfunnar í ár þegar sölutölur síðustu þriggja mánaða ársins eru komnar í hús. Annar jeppi sem selst hefur miklu betur í ár en í fyrra er Audi Q7 jeppinn sem kynntur var af nýrri kynslóð í ár. Hann hefur selst í 24.535 eintökum og salan vaxið um 83% á milli ára. Hann er því í þriðja sæti. Mercedes Benz GLE er í fjórða sæti með 22.409 selda bíla og 35% aukningu. Það vekur athygli að hinn gamli Land Rover Discovery selst áfram mjög vel og hefur sala hans vaxið um 27% í ár. Ef öll jeppasala Land Rover og Range Rover er talin saman er fyrirtækið með forystuna í seldum bílum því samanlögð sala Discovery, Range Rover og Range Rover Sport er 44.131 bíll. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent
Sala jeppa frá lúxusbílaframleiðendum hefur aldrei verið eins mikil í Evrópu og í ár. Sala slíkra bíla hefur vaxið um þriðjung frá því í fyrra og er þá miðað við tölur fram að október. Heildarsalan hefur náð 185.000 bílum. Langmesta aukningin hefur orðið í sölu á Volvo XC90 jeppanum, eða um 163% milli ára og nemur sala hans 26.860 bílum. Fyrir vikið hefur Volvo XC90 stokkið uppí annað sætið í sölu lúxusjeppa í álfunni, en þar trónir á toppnum BMW X5 jeppinn með 28.601 selda bíla. Sala BMW X5 hefur aðeins vaxið um 1% á milli ára. JATO, sem heldur utan um sölutölur í Evrópu býst fastlega við því að Volvo XC90 jeppinn verði söluhæsti lúxusjeppi álfunnar í ár þegar sölutölur síðustu þriggja mánaða ársins eru komnar í hús. Annar jeppi sem selst hefur miklu betur í ár en í fyrra er Audi Q7 jeppinn sem kynntur var af nýrri kynslóð í ár. Hann hefur selst í 24.535 eintökum og salan vaxið um 83% á milli ára. Hann er því í þriðja sæti. Mercedes Benz GLE er í fjórða sæti með 22.409 selda bíla og 35% aukningu. Það vekur athygli að hinn gamli Land Rover Discovery selst áfram mjög vel og hefur sala hans vaxið um 27% í ár. Ef öll jeppasala Land Rover og Range Rover er talin saman er fyrirtækið með forystuna í seldum bílum því samanlögð sala Discovery, Range Rover og Range Rover Sport er 44.131 bíll.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent