Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum.
Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt.
Hefur þið ekki alltaf dreymt um að búa til jólaskraut sem er með mynd af þér? Þetta datt okkur í hug og þess vegna hafa Hurðaskellir og Skjóða ákveðið að kenna ykkur einfalda leið til að færa myndir yfir á tréplatta. Þetta hljómar eins og það sé of gott til að vera satt en þetta virkar í raun og veru. Horfið á myndbandið og þið verðið sjálf fær um að færa myndir til með þessum hætti.
Frekari upplýsingar má finna á jolasveinar.is og á Facebook-síðu jólasveinanna.
