Leiftursaga er gott orð Magnús Guðmundsson skrifar 10. desember 2016 11:00 Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld og rithöfundur, segir að það hafi verið gaman að láta reyna á fjölbreytnina sem örsagan veitir. Fréttablaðið/Stefán „Það eiginlega gerðist bara ósjálfrátt,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir aðspurð um það hvað hafi orðið til þess að hún hefur verið að fást við örsöguna sem bókmenntaform. Nú í haust sendi hún frá sér bókina Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur, og eru allar sögurnar í þessu knappa en kjarnmikla formi örsögunnar. „Ég eiginlega bara slampaðist á þetta, hafði ekki mikið notað þetta áður, en fannst þetta bara svo skemmtilegt. Þannig að ég hreinlega sat við og skrifaði nokkra tugi af svona sögum síðasta árið. Örsagan er dáldið sérstök í forminu og þykir stundum falla aðeins á milli ljóðs og sögu en Sigurbjörg segist hallast að því að þetta séu sögur fremur en ljóð. „En ég hef hins vegar hitt lesendur sem segjast lesa þetta eins og ljóðabók og orðið svona frekar hissa á því. En ég hef þó bætt því við að það gangi alveg upp og að það væri auðvitað þeirra upplifun og auðvitað andmæli ég því alls ekki. En mér finnst vera meiri söguþráður eða kannski öllu heldur aðstæður í örsögunni heldur en í ljóðunum. En þetta er náttúrulega mjög knappt form og þess vegna er eflaust gott að vera með einhverja ljóðaæfingu í höndunum, að maður sé vanur því að þurfa að skera.“ Örsögurnar eru þó oft eins og Sigurbjörg bendir á aðstæður fremur en sögur með upphaf og endi. „Já þetta eru svona leiftur. Ég á vin í Hollandi, frísneskan höfund, sem skrifar í nokkuð svipuðu formi og hann segist kalla þetta flash-fiction og mér finnst leiftursaga vera gott orð og ná ágætlega utan um þetta. Þá ljómar eitthvað upp, hvort sem það er persónan eða aðstæðurnar.“Þetta lýsir forminu vel þar sem er rétt gægst inn í líf fólks en engu að síður inn að einhverjum kjarna. „Þakka þér fyrir. Það gleður mig ef það hefur heppnast,“ segir Sigurbjörg og hlær. Þetta eru nokkuð margar sögur og ólíkar aðstæður sem þarna verða til. En skyldi Sigurbjörgu ekki finnast neitt snúið að fara á milli svo margra radda og ólíkra sögumanna? „Nei, það kemur nú af sjálfu sér. Þetta er ólíkt því sem er í ljóðunum þar sem er oft sterkari strengur á milli ljóða í röddinni. En það er gaman að láta reyna á fjölbreytnina. En sögumennirnir eru líka þannig að það er talsvert hægt að lesa í þá og viðhorf þeirra til lífsins, víðsýni eða fordóma, svona eftir því hvernig sagan er sögð og í hvaða persónu. Þannig að þeir koma stundum upp um það hvað þeim finnst akkúrat þegar þeir eru að reyna að hylma yfir það.“ Sigurbjörg segist eiga slatta af afgangssögum sem fengu að vera með í þessu safni af ýmsum sögum. „En ég er eiginlega komin út í aðeins öðruvísi og aðeins lengri sögur þannig að maður veit eiginlega aldrei hvað verður næst.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Það eiginlega gerðist bara ósjálfrátt,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir aðspurð um það hvað hafi orðið til þess að hún hefur verið að fást við örsöguna sem bókmenntaform. Nú í haust sendi hún frá sér bókina Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur, og eru allar sögurnar í þessu knappa en kjarnmikla formi örsögunnar. „Ég eiginlega bara slampaðist á þetta, hafði ekki mikið notað þetta áður, en fannst þetta bara svo skemmtilegt. Þannig að ég hreinlega sat við og skrifaði nokkra tugi af svona sögum síðasta árið. Örsagan er dáldið sérstök í forminu og þykir stundum falla aðeins á milli ljóðs og sögu en Sigurbjörg segist hallast að því að þetta séu sögur fremur en ljóð. „En ég hef hins vegar hitt lesendur sem segjast lesa þetta eins og ljóðabók og orðið svona frekar hissa á því. En ég hef þó bætt því við að það gangi alveg upp og að það væri auðvitað þeirra upplifun og auðvitað andmæli ég því alls ekki. En mér finnst vera meiri söguþráður eða kannski öllu heldur aðstæður í örsögunni heldur en í ljóðunum. En þetta er náttúrulega mjög knappt form og þess vegna er eflaust gott að vera með einhverja ljóðaæfingu í höndunum, að maður sé vanur því að þurfa að skera.“ Örsögurnar eru þó oft eins og Sigurbjörg bendir á aðstæður fremur en sögur með upphaf og endi. „Já þetta eru svona leiftur. Ég á vin í Hollandi, frísneskan höfund, sem skrifar í nokkuð svipuðu formi og hann segist kalla þetta flash-fiction og mér finnst leiftursaga vera gott orð og ná ágætlega utan um þetta. Þá ljómar eitthvað upp, hvort sem það er persónan eða aðstæðurnar.“Þetta lýsir forminu vel þar sem er rétt gægst inn í líf fólks en engu að síður inn að einhverjum kjarna. „Þakka þér fyrir. Það gleður mig ef það hefur heppnast,“ segir Sigurbjörg og hlær. Þetta eru nokkuð margar sögur og ólíkar aðstæður sem þarna verða til. En skyldi Sigurbjörgu ekki finnast neitt snúið að fara á milli svo margra radda og ólíkra sögumanna? „Nei, það kemur nú af sjálfu sér. Þetta er ólíkt því sem er í ljóðunum þar sem er oft sterkari strengur á milli ljóða í röddinni. En það er gaman að láta reyna á fjölbreytnina. En sögumennirnir eru líka þannig að það er talsvert hægt að lesa í þá og viðhorf þeirra til lífsins, víðsýni eða fordóma, svona eftir því hvernig sagan er sögð og í hvaða persónu. Þannig að þeir koma stundum upp um það hvað þeim finnst akkúrat þegar þeir eru að reyna að hylma yfir það.“ Sigurbjörg segist eiga slatta af afgangssögum sem fengu að vera með í þessu safni af ýmsum sögum. „En ég er eiginlega komin út í aðeins öðruvísi og aðeins lengri sögur þannig að maður veit eiginlega aldrei hvað verður næst.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira