Enn ein lægðin á leiðinni en útlitið gott fyrir gamlárs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 08:37 Ekki er útlit fyrir nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári. Vísir/stefán Enn ein djúp lægð nálgast nú landið og verður hún stödd vestur af landinu eftir hádegi og veldur sunnan stormi á landinu í dag. Búist er við slagveðursrigningu á láglendi sunnan- og vestanlands og útlit er fyrir hvassa suðvestanátt með éljum í kvöld. „Það hlýnar oft minna en áður í þessari sunnanátt og því hlánar væntanlega seint og illa á fjallvegum og má búast við slyddu eða snjókomu á þeim vegum lengst af. Eins og svo oft í þessari vindátt þá verður úrkomulítið um landið norðaustanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar, en gert er ráð fyrir að það muni kólna aftur í veðri í kvöld. Lægðin skiptir sér í tvennt í nótt og mun verri helmingur hennar koma að norðausturhorni landsins á morgun og valda þar vestlægum stormi með snjókomu. Betri helmingurinn mun lóna vestur af landinu, nægilega langt í burtu til að koma lítið við sögu, segir á vef Veðurstofunnar. „Það þýðir að vindur á Suður- og Vesturlandi á morgun verður þokkalega skaplegur, en einhver éljahreytingur gerir vart við sig.“ Gamlársdagur heilsar með norðanstrekkingi og éljum á norðanverðu landinu. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og éljunum fækkar. Veðurútlit fyrir gamlárskvöld er því áfram hagstætt, sér í lagi miðað við það se mgenguð hefur á undanfarið. Þá segir að nýjustu langtímaspár bendi til þess að ekki verði nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári.Veðurhorfur á landinu öllu næsta sólarhringinn: Vaxandi sunnanátt, víða 18-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda í fyrstu, en síðan rigning á láglendi. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í vestlægari átt seint í dag og kólnar. Suðvestan 13-23 í kvöld og él, hvassast með suður- og vesturströndinni. Vestlægur stormur á Norðaustur- og Austurlandi á morgun með snjókomu. Hægari vindur í öðrum landshlutum og él. Frost 0 til 6 stig. Veður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Enn ein djúp lægð nálgast nú landið og verður hún stödd vestur af landinu eftir hádegi og veldur sunnan stormi á landinu í dag. Búist er við slagveðursrigningu á láglendi sunnan- og vestanlands og útlit er fyrir hvassa suðvestanátt með éljum í kvöld. „Það hlýnar oft minna en áður í þessari sunnanátt og því hlánar væntanlega seint og illa á fjallvegum og má búast við slyddu eða snjókomu á þeim vegum lengst af. Eins og svo oft í þessari vindátt þá verður úrkomulítið um landið norðaustanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar, en gert er ráð fyrir að það muni kólna aftur í veðri í kvöld. Lægðin skiptir sér í tvennt í nótt og mun verri helmingur hennar koma að norðausturhorni landsins á morgun og valda þar vestlægum stormi með snjókomu. Betri helmingurinn mun lóna vestur af landinu, nægilega langt í burtu til að koma lítið við sögu, segir á vef Veðurstofunnar. „Það þýðir að vindur á Suður- og Vesturlandi á morgun verður þokkalega skaplegur, en einhver éljahreytingur gerir vart við sig.“ Gamlársdagur heilsar með norðanstrekkingi og éljum á norðanverðu landinu. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og éljunum fækkar. Veðurútlit fyrir gamlárskvöld er því áfram hagstætt, sér í lagi miðað við það se mgenguð hefur á undanfarið. Þá segir að nýjustu langtímaspár bendi til þess að ekki verði nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári.Veðurhorfur á landinu öllu næsta sólarhringinn: Vaxandi sunnanátt, víða 18-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda í fyrstu, en síðan rigning á láglendi. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í vestlægari átt seint í dag og kólnar. Suðvestan 13-23 í kvöld og él, hvassast með suður- og vesturströndinni. Vestlægur stormur á Norðaustur- og Austurlandi á morgun með snjókomu. Hægari vindur í öðrum landshlutum og él. Frost 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira