Innlent

Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sjómannadeild Framsýnar vill að samið verði við sjómenn.
Sjómannadeild Framsýnar vill að samið verði við sjómenn. MYND/Vilhelm
Sjómannadeild Framsýnar segir ólíðandi með öllu að útgerðarfyrirtækin í landinu skli ekki sjá sóma sinn í að undirrita kjarasamninga sem byggja á kröfugerð sjómannasamtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en aðalfundur þess fór fram í kvöld.

Að mati fundarins lýsir það best framkomu útgerðarmanna í garð sjómanna að þeir hafi verið samningslausir frá árslokum 2010. Sjómannadeildin skorar á samtök sjómanna sem og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi að ganga nú þegar frá nýjum kjarasamningi sem byggir á framlögðum kröfum sjómanna.

Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir jafnframt Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi harðlega fyrir að hafa sett verkbann á vélstjóra frá 20.janúar næstkomandi verði ekki búið að semja fyrir þann tíma þar sem það þýði að vélstjórar verði tekjulausir frá þeim tíma.

Sjómannadeildin gagnrýnir auk þess fyrirtæki í sjávarútvegi fyrir að beina fiskvinnslufólki á atvinnuleysisbætur í verkfalli sjómanna og fyrir að bera við því að fiskvinnslufólk hafi það mun betra á atvinnuleysisbótum en á kauptryggigu, en í ályktun deildarinnar segir að það eigi ekki við rök að styðjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×