Rússi ók inní flugstöð á flótta frá lögreglu Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 16:54 Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent