Nýr Suzuki Swift Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 13:40 Suzuki Swift er einn af söluhæsti bílgerðum Suzuki frá upphafi og hefur alls selst í yfir 5,3 milljónum eintaka þó svo hann hafi ekki verið framleiddur nema frá árinu 2004. Suzuki hefur nú birt myndir af fjórðu kynslóð bílsins vinsæla og hafa línurnar í bílnum mýkst nokkuð frá þriðju kynslóð hans. Sala fjórðu kynslóðarinnar hefst 4. janúar. Suzuki mun eitthvað síðar kynna RS útgáfu Swift með forþjöppudrifinni 1,0 lítra vél sem er 112 hestöfl. Suzuki Swift mun koma í fjölmörgum útfærslum, Hybrid ML, XL, XG, RSt, Hybrid RS og RS. Swift mun fást með 5 og 6 gíra beinskiptingum og sjálfskiptingum, allt eftir því í hvaða útfærslu hann er valinn og sumar þeirra eru einnig með fjórhjóladrifi. Flestar gerðir bílsins verða með 1,2 lítra bensínvél.Séður aftan frá. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Suzuki Swift er einn af söluhæsti bílgerðum Suzuki frá upphafi og hefur alls selst í yfir 5,3 milljónum eintaka þó svo hann hafi ekki verið framleiddur nema frá árinu 2004. Suzuki hefur nú birt myndir af fjórðu kynslóð bílsins vinsæla og hafa línurnar í bílnum mýkst nokkuð frá þriðju kynslóð hans. Sala fjórðu kynslóðarinnar hefst 4. janúar. Suzuki mun eitthvað síðar kynna RS útgáfu Swift með forþjöppudrifinni 1,0 lítra vél sem er 112 hestöfl. Suzuki Swift mun koma í fjölmörgum útfærslum, Hybrid ML, XL, XG, RSt, Hybrid RS og RS. Swift mun fást með 5 og 6 gíra beinskiptingum og sjálfskiptingum, allt eftir því í hvaða útfærslu hann er valinn og sumar þeirra eru einnig með fjórhjóladrifi. Flestar gerðir bílsins verða með 1,2 lítra bensínvél.Séður aftan frá.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent