Innlent

Tvö umferðaróhöpp með skömmu millibili við Gatnabrún

gunnar reynir valþórsson skrifar
Um smárútu var að ræða í öðru tilfellinu með átta til tíu manns innanborðs en hinn bíllinn var lítill húsbíll, eða camper.
Um smárútu var að ræða í öðru tilfellinu með átta til tíu manns innanborðs en hinn bíllinn var lítill húsbíll, eða camper. mynd/bryndís
Umferðaróhapp varð við Gatnabrún á Reynisfjalli, vestur af Vík í Mýrdal, um tíu leytið í gærkvöldi. Þar fóru tveir bílar út af með skömmu millibili.

Um smárútu var að ræða í öðru tilfellinu með átta til tíu manns innanborðs en hinn bíllinn var lítill húsbíll, eða camper.

Verktaki sem kallaður var til segir að litlu hefði mátti muna í báðum tilfellum og telur að öflugt vegrið sem sett var við veginn í sumar hafi nú rækilega sannað gildi sitt.

Rútan skall á vegriðinu af svo miklu afli að hún kastaðist út af veginum hinum meginn. Engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×