Skildi ekki orð í pólsku en hefur aðeins farið fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. desember 2016 10:45 Elísa Elíasdóttir forstöðumaður og Margrét Guðjónsdóttir, skólabókavörður í Héraðsbókasafni Rangæinga á Hvolsvelli. Mynd/Árný Lára Karvelsdóttir Ég stakk upp á því við yfirmann hjá Kjötvinnslu SS að fyrirtækið gæfi bókasafninu pólskar bækur í afmælisgjöf og fékk alveg rosagóðar undirtektir sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir Elísa Elíasdóttir, forstöðumaður Héraðsbókasafns Rangæinga. Hún kveðst hafa fengið hugmyndina þegar hún fór á forstöðumannafund austur á fjörðum og skoðaði bókasafnið á Reyðarfirði. „Þar var ein hillan merkt á pólsku og bókakosturinn gjöf frá Alcoa Fjarðaáli. Okkar safn er sextíu ára og ég hafði heyrt að helmingur, eða meira, af starfsfólki kjötvinnslu SS hér á Hvolsvelli væri innflytjendur. Hugmyndin mín féll í frjóan jarðveg hjá SS og við fengum yfir hundrað bækur.“ Um þrettán prósent íbúa Rangárþings eystra, eða 1.770 íbúar alls, eru af erlendu bergi brotnir og þar af eru Pólverjar í miklum meirihluta, samkvæmt upplýsingum markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Elísa sá sjálf um að útvega bækurnar og naut þar aðstoðar túlks. „Ég skildi ekki orð í pólsku en mér hefur aðeins farið fram eftir að bækurnar komu því ég hef verið að skrá þær inn í Gegni. En það er pólsk stúlka sem býr á Hellu og kemur hingað á Hvolsvöll öðru hvoru að túlka í skólanum og víðar og hún kom á bókasafnið til mín og valdi bækurnar og pantaði þær. Við fórum saman yfir hverjar væru vinsælustu þýddu barnabækur og spennubækur hjá mér. Pöntuðum þær á pólsku og hún valdi fullt af öðrum flottum bókum. Við eigum reyndar eftir að fá einn kassa, það varð smá misskilningur í tollinum og hann var endursendur. Ég vona að hann komi aftur.“ Elísa segir einn Pólverja hafa verið duglegan að koma á safnið síðan hún byrjaði þar fyrir rúmu ári. „Hann er búinn með það sem við áttum og Selfosssafnið líka en nú fær hann nóg að lesa,“ lýsir hún. „Svo langar mig til að bókasafnið geti verið menningarmiðstöð allra á svæðinu. Langt að komna fólkið gæti hjálpað til að halda erlendu deildinni við með því að gefa eina og eina bók að heiman eða vera með skiptibókamarkað.“ Fólk er þegar farið að fá nýju bækurnar lánaðar og færslan á fésbókinni um hina skemmtilegu gjöf kjötvinnslunnar er vinsælust af öllum, að sögn Elísu. Hún getur þess að pólskir íbúar á svæðinu fái fyrsta mánuðinn frítt bókasafnsskírteini. „En svo er árgjaldið nú ekki nema 1.500 krónur,“ bætir hún við. „Svo það á ekki að fæla frá.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. desember 2016 Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ég stakk upp á því við yfirmann hjá Kjötvinnslu SS að fyrirtækið gæfi bókasafninu pólskar bækur í afmælisgjöf og fékk alveg rosagóðar undirtektir sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir Elísa Elíasdóttir, forstöðumaður Héraðsbókasafns Rangæinga. Hún kveðst hafa fengið hugmyndina þegar hún fór á forstöðumannafund austur á fjörðum og skoðaði bókasafnið á Reyðarfirði. „Þar var ein hillan merkt á pólsku og bókakosturinn gjöf frá Alcoa Fjarðaáli. Okkar safn er sextíu ára og ég hafði heyrt að helmingur, eða meira, af starfsfólki kjötvinnslu SS hér á Hvolsvelli væri innflytjendur. Hugmyndin mín féll í frjóan jarðveg hjá SS og við fengum yfir hundrað bækur.“ Um þrettán prósent íbúa Rangárþings eystra, eða 1.770 íbúar alls, eru af erlendu bergi brotnir og þar af eru Pólverjar í miklum meirihluta, samkvæmt upplýsingum markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Elísa sá sjálf um að útvega bækurnar og naut þar aðstoðar túlks. „Ég skildi ekki orð í pólsku en mér hefur aðeins farið fram eftir að bækurnar komu því ég hef verið að skrá þær inn í Gegni. En það er pólsk stúlka sem býr á Hellu og kemur hingað á Hvolsvöll öðru hvoru að túlka í skólanum og víðar og hún kom á bókasafnið til mín og valdi bækurnar og pantaði þær. Við fórum saman yfir hverjar væru vinsælustu þýddu barnabækur og spennubækur hjá mér. Pöntuðum þær á pólsku og hún valdi fullt af öðrum flottum bókum. Við eigum reyndar eftir að fá einn kassa, það varð smá misskilningur í tollinum og hann var endursendur. Ég vona að hann komi aftur.“ Elísa segir einn Pólverja hafa verið duglegan að koma á safnið síðan hún byrjaði þar fyrir rúmu ári. „Hann er búinn með það sem við áttum og Selfosssafnið líka en nú fær hann nóg að lesa,“ lýsir hún. „Svo langar mig til að bókasafnið geti verið menningarmiðstöð allra á svæðinu. Langt að komna fólkið gæti hjálpað til að halda erlendu deildinni við með því að gefa eina og eina bók að heiman eða vera með skiptibókamarkað.“ Fólk er þegar farið að fá nýju bækurnar lánaðar og færslan á fésbókinni um hina skemmtilegu gjöf kjötvinnslunnar er vinsælust af öllum, að sögn Elísu. Hún getur þess að pólskir íbúar á svæðinu fái fyrsta mánuðinn frítt bókasafnsskírteini. „En svo er árgjaldið nú ekki nema 1.500 krónur,“ bætir hún við. „Svo það á ekki að fæla frá.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. desember 2016
Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira