Skatan í öndvegi á Twitter: Bestu Þorláksmessutístin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. desember 2016 23:05 Skatan þótti ekki fínn matur hér áður fyrr. Fréttablaðið/GVA Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets Jólafréttir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets
Jólafréttir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira