Tíu mest seldu bílarnir vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 14:09 Ford F-150 er lang söluhæsti bíllinn í Bandaríkjunum. Þó svo sölutölur fyrir desember séu ekki komnar er listi 10 mest seldu bílgerða í Bandaríkjunum líklega orðinn ljós. Ekki kemur á óvart að þrír amerískir pallbílar tróna þar efstir á blaði og Ford F-150 pallbíllinn þar langefstur með yfir 200.000 fleiri bíla selda en sá sem næstur kemur, Chevrolet Silverado. Það sem mesta athygli vekur að öðru leiti er að japanskir bílar fylla listann að öðru leiti og á Toyota þrjá þeirra, Honda einnig þrjá og Nissan einn. Toyota Camry er í fjórða sæti listans þó svo að sala hans hafa fallið um næstum 10% á milli ára. Einn hlutur enn einkennir listann, en það tilkoma fleiri jepplinga, sem ná sífellt sterkari stöðu á kostnað hefðbundinna fólksbíla. Listi 10 söluhæstu bílgerðanna er svona samkvæmt sölutölum út nóvember: 1. Ford F-150 2. Chevrolet Silverado 3. RAM Truck 4. Toyota Camry 5. Toyota Corolla 6. Honda Civic 7. Honda CR-V 8. Toyota RAV4 9. Honda Accord 10. Nissan Qashqai Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Þó svo sölutölur fyrir desember séu ekki komnar er listi 10 mest seldu bílgerða í Bandaríkjunum líklega orðinn ljós. Ekki kemur á óvart að þrír amerískir pallbílar tróna þar efstir á blaði og Ford F-150 pallbíllinn þar langefstur með yfir 200.000 fleiri bíla selda en sá sem næstur kemur, Chevrolet Silverado. Það sem mesta athygli vekur að öðru leiti er að japanskir bílar fylla listann að öðru leiti og á Toyota þrjá þeirra, Honda einnig þrjá og Nissan einn. Toyota Camry er í fjórða sæti listans þó svo að sala hans hafa fallið um næstum 10% á milli ára. Einn hlutur enn einkennir listann, en það tilkoma fleiri jepplinga, sem ná sífellt sterkari stöðu á kostnað hefðbundinna fólksbíla. Listi 10 söluhæstu bílgerðanna er svona samkvæmt sölutölum út nóvember: 1. Ford F-150 2. Chevrolet Silverado 3. RAM Truck 4. Toyota Camry 5. Toyota Corolla 6. Honda Civic 7. Honda CR-V 8. Toyota RAV4 9. Honda Accord 10. Nissan Qashqai
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent